Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

ritun

now browsing by tag

 
 

Sjóræningjasaga

Sjóræningjar eru spennandi viðfangsefni að skrifa um og hægt að fara margar leiðir í þeim efnum s.s. að skrifa almennt um þá og iðju þeirra, velja sér frægan sjóræning og afla heimilda um hann, eða skrifa um þekkta sögu eða mynd sem fjallar um sjóræningja.

Talaðu eins og sjóræningi, eða Talk like a Pirate Day, er skemmtilegur merkisdagur sem haldinn er hátíðlegur 19. september ár hvert. Þá notar fólk orð og orðatiltæki sem sjóræningjar myndu velja og prófa að rymja og urra orðunum út. Nálgast má verkefni tengt sjóræningjadeginum hér.

Vangaveltur

  • Hvað veistu um sjóræningja?
  • Hafa sjóræningjar herjað á Ísland?
  • Ef svo er hvar þá?
  • Voru víkingar sjóræningjar?
  • Á hvaða tíma réðu sjóræningjar yfir úthöfunum?
  • Herja sjóræningjar enn á sjófarendur?

Lesefni

  • 15 svakalegir sjóræningjar eftir Illuga Jökulsson
  • Sjórán og siglingar eftir Helga Þorláksson

Áhugaverðir tenglar

Að spinna sögu

Að spinna sögu er nýstárleg og skemmtileg nálgun í ritunarkennslu. Nemendur tylla bréfaklemmu í gegnum blýantsodd og spinna henni í hringi. Oddur bréfaklemmunnar ákvarðar hvað sagan mun fjalla um hverju sinni, hvernig hún byrjar, hvaða persóna er í henni, hvert umhverfið er, innri tími, ytri tími, viðburðir, vandamál, endir og hvaða lærdóm má draga af sögunni. Svo er það nemendanna að láta allt ganga upp.

Á hverri skífu eru fjórir mismunandi möguleikar svo nemendur geta nýtt skjalið í fjögur ólík ritunarverkefni. Útkoman í nemendahópnum getur orðið ansi fjölbreytt og söguþráðurinn sömuleiðis skemmtilega óútreiknanlegur. Það væri því einnig áhugavert að nýta formið í framsögn.

Ef nota á skjalið oftar en einu sinni er tilvalið að lita reitina sem bréfaklemman lendir á gula þegar efnið er spunnið í fyrstu söguna, rauða í þeirri næstu, græna með þriðja skáldverkið og loks bláa. Neyðin kenndi naktri konu að spinna en skyldi hún hafa prófað að spinna sögur?

Að skrifa á ensku

Hver elskar ekki Yogi te og fallegu lífsspekina á tepokunum? Hér er uppskrift að öðruvísi enskutíma: 1) Soðið vatn. 2) Yogi te á línuna. 3) Slökunartónlist í útvarpinu. 4) Ritun á ensku. 5) Kósí. 6) Kósí. 7) Kósí :-).

Nemendur geta líka valið um að þýða spakmælin í stílabók eða nota þau sem innblástur að styttri eða lengri ritverkum.

Hver var annars að tala um að láta einhvern finna til tevatnsins? Neee… ekki með Yogi!!

 

Þetta er ég

Hver er ég í raun og veru? Hvað gerir mig að mér? Hvernig lít ég út? Hvernig er nánasta samfélagið mitt í mannheimum? Á ég áhugamál? Hvað með vini og vinkonur? Hvað finnst mér leiðinlegt, skemmtilegt, áhugavert? Hvað langar mig að gera þegar ég verð stór? Ritunarverkefnið Þetta er ég er fínasta naflaskoðun fyrir mig og ekki verra að æfa sig svo að fara í pontu og lesa upp meistarastykkið eða hengja það upp á vegg fyrir aðra til að kynnast mér betur. Líka gott að komast í smá ritunargír eftir sumarfríið og kynnast bekknum betur. Eða hvað finnst kennaranum mínum um það?

Bókarýni

Það er gaman að lesa góðar bækur, en það er líka áhugavert að skoða uppbyggingu bóka og hugtökin sem þeim tengjast. Vita allir muninn á setningu og málsgrein? Er munur? Hvað eru greinarmerki, og hvað eru þau mörg? Hvað gera ritstjórar? Eru ritstjórar á öllu útgefnu efni? Hvað eru margar ólíkar leturgerðir í bókunum sem nemandinn er að lesa? Er letrið notað í öðrum tilgangi en að koma upplýsingum til lesanda? Er það skáletrað, undirstrikað eða feiletrað? Eru einhver orð sem eru stærri en önnur í textanum? Ef svo er, hvaða tilgangi gæti það þjónað?

Að þessu sinni eru renningarnir tvennskonar, einn sem tengist uppbyggingu og innihaldi bókanna sjálfra og nota má sem gátlisti við ritunarverkefnið, og annar sem sýnir dæmi um margskonar lesmeti.

Orðarýni

Lesskilningur er undirstaða alls náms. Að staldra við og gefa sér tíma til að skilja stök orð er undirstaða þess að efla lesskilninginn. Verkefnablaðið má nota samhliða heimalestri eða lestri skólabóka í kennslustund. Nemendur skrá orð á blaðið sem þau skilja ekki og afla sér meiri þekkingar í kjölfarið. Að svo búnu er tilvalið að lesa yfir sama texta aftur. Áfram lestur, áfram skilningur, áfram lesskilningur 🙂

Skriftarskífa

Efni og áhöld: Skæri, ritföng og föndursplitti.

PacManritun er skemmtilegt verkefni sem reynir svolítið á föndurfingur um leið og nemandi gefur sköpunargáfunni lausan tauminn. Áður en ritun PacMansögunnar hefst útbúa nemendur skriftarskífu með gula gæjanum og svara nokkrum spurningum um hann, sjá leiðbeiningar á verkefnablöðum. Svörin nota þeir svo sem beinagrind í sögugerðinni. Hver er þessi PacMan? Hverjir eru bestu vinir hans? Hvernig eru fjölskylduhagir hans? Af hverju er hann svona óður í ávexti? Gott er að ljósrita skífurnar á stífari pappír en um að gera að leyfa nemendum að myndskreyta PacMan að vild.

Sjá einnig:

Orðakubbur 4 stafa sjávardýr

Námsefnispakkinn

Skjalið inniheldur 12 heitir á sjávardýrum (álft, álka, dúfa, hæna, kjói, kría, rita, súla, spói, ugla og æður). Klipptu reitina með stöfunum út, plastaðu og myndaðu Orðakubb (4×4 stafir) með sjávardýraheitunum. Þannig er hægt að setja upp 3 mismunandi Orðakubba sem hver um sig samanstendur af 4 sjávardýrum (16 stöfum), eða hengja 1 kubb upp og skipta sjávardýru út eftir hentugleika. Á Fauna.is má finna myndir af sjávardýrunum og margvíslegan fróðleik um fjöruna og hafið má finna á samnefndri heimasíðu. Önnur fylgiskjöl:

Raðtölur

Bangsadagurinn

Alþjóðlegi bangsadagurinn er skemmtilegur merkisdagur sem margir skólar og bókasöfn hafa unnið með undanfarin ár, og þá má ekki gleyma Bangsaspítala læknanema sem er frábært framtak. Hér gefst tilvalið tækifæri til að afla sér upplýsinga um þennan merkilega dag og skrifa samantekt um hann í kjölfarið. Víða er að finna efni um tilurð dagsins og má benda nemendum að kíkja á þessar slóðir sem dæmi: