Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Pacmanlestur

[featured_image]
PacManlestur - PDF
Download is available until [expire_date]
  • Version
  • Download 134
  • File Size 956.06 KB
  • File Count 1
  • Create Date 28. desember, 2018
  • Last Updated 21. janúar, 2019

Pacmanlestur

Hver fæddur 1980 eða fyrr man ekki eftir því að hafa spilað PacMan í stóra spilakassanum í sjoppunni á horninu? Það er alveg kominn tími til að dusta rykið af þessum gaur og kynna hann fyrir yngra liðinu! Og ekki er leiðinlegt að skella einum PacManlestrarspretti á mannskapinn í leiðinni. Hér má hugsa sér ýmsar leiðir til að vinna með skjalið, t.d. að láta reitina tákna hvern dag sem lesið er, eða þau skipti þegar kennari les fyrir bekkinn. Einnig má skrá lesnar mínútur í hringina og hafa ákveðið ávaxtaþema í nesti þá daga sem nemendur ná þeim. Að sama skapi geta draugarnir táknað umbun af einhverju tagi og/eða að þann dag þurfi nemendur að lesa helmingi meira en vanalega. Það er allt galopið í þeim efnum og bara eitt skilyrði fyrir að hlaða niður PacManlestrarskjalinu, en það er að rifja upp taktana hérna :-).

Sjá einnig:

Comments are Closed