Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

lestrarátak

now browsing by tag

 
 

Bangsabókadómur

Börnin velja 10 bækur og/eða sögur sem fjalla um bangsa. Þau velja jafnframt þrjá liti til að tákna jafnmarga mismunandi bókadóma og lita bangsadómarana efst í skjalinu áður en lestur hefst. Eftir lestur hvers bangsaævintýris skrifa börnin titil bókarinnar, eða nafn sögunnar, og gefa skáldverkinu svo dóm með því að lita bangsann í viðeigandi lit. Dröfn Vilhjálmsdóttir á skólabókasafni Seljaskóla tók saman skemmtilegan bangsabókalista sem má finna hér.

Astrid Lindgren bókabingó

Astrid Lindgren hefur samið fjöldann allan af frábærum barnabókum. Í bókabingóinu kynnast lesendur átta af þessum perlum og nokkrum af eftirminnilegustu persónunum hennar eins og Ronju Ræningjadóttur, Emil í Kattholti, Maddit, Kalla á þakinu og Línu Langsokk. Bókabingó með Astrid Lindgren er tilvalið að nota á þemadögum 🙂 Góða skemmtun við lesturinn!

Pacmanlestur

Hver fæddur 1980 eða fyrr man ekki eftir því að hafa spilað PacMan í stóra spilakassanum í sjoppunni á horninu? Það er alveg kominn tími til að dusta rykið af þessum gaur og kynna hann fyrir yngra liðinu! Og ekki er leiðinlegt að skella einum PacManlestrarspretti á mannskapinn í leiðinni. Hér má hugsa sér ýmsar leiðir til að vinna með skjalið, t.d. að láta reitina tákna hvern dag sem lesið er, eða þau skipti þegar kennari les fyrir bekkinn. Einnig má skrá lesnar mínútur í hringina og hafa ákveðið ávaxtaþema í nesti þá daga sem nemendur ná þeim. Að sama skapi geta draugarnir táknað umbun af einhverju tagi og/eða að þann dag þurfi nemendur að lesa helmingi meira en vanalega. Það er allt galopið í þeim efnum og bara eitt skilyrði fyrir að hlaða niður PacManlestrarskjalinu, en það er að rifja upp taktana hérna :-).

Sjá einnig:

Jólalestur

Fyrir hverjar 10, 20 eða 30 mínútur sem nemendur lita þeir einn piparkökukarl í gulum, rauðum eða grænum lit. Í lok desemer er tekið saman hversu margar klukkustundir og mínútur lesið var í jólamánuðinum.

bókabingó 1

Lestrarbingó eru skemmtileg viðbót við lestrarflóruna og hægt að nýta þau í bókasafnsvinnu sem og yndislestri. Nemendur lesa 25 mismunandi bækur í hverju bingói, og við lok hverrar bókar má ýmist krossa yfir reitinn eða lita bókina sem í honum er. Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til sækja PDF eintak af Bókabingói 1.

100 stunda askorun A3 veggspjald í svarthvítu

Smelltu á linkinn hér fyrir ofan til að hlaða niður PDF eintaki af veggspjaldi í stærðinni A3. Hægt er að stilla prentara á A4 til að prenta út minna skjal.

100stundir_veggspjald_svhv-01

100 stunda áskorun A3 veggspjald

Smelltu á linkinn hér fyrir ofan til að hlaða niður PDF eintaki af veggspjaldi í stærðinni A3. Hægt er að stilla prentara á A4 til að prenta út minna skjal.

100stundir_veggspjald_litur-01

100 daga áskorun – A3 veggspjald í svarthvítu

Smelltu á linkinn hér fyrir ofan til að hlaða niður PDF eintaki af veggspjaldi í stærðinni A3. Hægt er að stilla prentara á A4 til að prenta út minna skjal.

100dagar_veggspjald_svhv-01

100 daga askorun A3 veggspjald

Smelltu á linkinn hér fyrir ofan til að hlaða niður PDF eintaki af veggspjaldi í stærðinni A3. Hægt er að stilla prentara á A4 til að prenta út minna skjal.

100dagar_veggspjald_litur-01

 

100 gæðastundir

Smelltu á PDF linkinn hér fyrir ofan til að nálgast hefti fyrir 100 gæðastundir, árlegt lestrarátak fyrir börn og foreldra. Átakið er fyrir fjölskyldur barna í leik- og grunnskólum, það hefst í upphafi skólaárs og lýkur 2. apríl, á alþjóðadegi barnabókarinnar. Foreldrar lesa 100 skipti fyrir börnin sín samhliða því að skrá lesefnið og velja 2 orð til að spjalla um.