Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

bókabingó

now browsing by tag

 
 

Astrid Lindgren bókabingó

Astrid Lindgren hefur samið fjöldann allan af frábærum barnabókum. Í bókabingóinu kynnast lesendur átta af þessum perlum og nokkrum af eftirminnilegustu persónunum hennar eins og Ronju Ræningjadóttur, Emil í Kattholti, Maddit, Kalla á þakinu og Línu Langsokk. Bókabingó með Astrid Lindgren er tilvalið að nota á þemadögum 🙂 Góða skemmtun við lesturinn!

bókabingó 1

Lestrarbingó eru skemmtileg viðbót við lestrarflóruna og hægt að nýta þau í bókasafnsvinnu sem og yndislestri. Nemendur lesa 25 mismunandi bækur í hverju bingói, og við lok hverrar bókar má ýmist krossa yfir reitinn eða lita bókina sem í honum er. Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til sækja PDF eintak af Bókabingói 1.