Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Mánudagsgleði

now browsing by tag

 
 

Sjóræningjasaga

Sjóræningjar eru spennandi viðfangsefni að skrifa um og hægt að fara margar leiðir í þeim efnum s.s. að skrifa almennt um þá og iðju þeirra, velja sér frægan sjóræning og afla heimilda um hann, eða skrifa um þekkta sögu eða mynd sem fjallar um sjóræningja.

Talaðu eins og sjóræningi, eða Talk like a Pirate Day, er skemmtilegur merkisdagur sem haldinn er hátíðlegur 19. september ár hvert. Þá notar fólk orð og orðatiltæki sem sjóræningjar myndu velja og prófa að rymja og urra orðunum út. Nálgast má verkefni tengt sjóræningjadeginum hér.

Vangaveltur

  • Hvað veistu um sjóræningja?
  • Hafa sjóræningjar herjað á Ísland?
  • Ef svo er hvar þá?
  • Voru víkingar sjóræningjar?
  • Á hvaða tíma réðu sjóræningjar yfir úthöfunum?
  • Herja sjóræningjar enn á sjófarendur?

Lesefni

  • 15 svakalegir sjóræningjar eftir Illuga Jökulsson
  • Sjórán og siglingar eftir Helga Þorláksson

Áhugaverðir tenglar

Orðarýni

Lesskilningur er undirstaða alls náms. Að staldra við og gefa sér tíma til að skilja stök orð er undirstaða þess að efla lesskilninginn. Verkefnablaðið má nota samhliða heimalestri eða lestri skólabóka í kennslustund. Nemendur skrá orð á blaðið sem þau skilja ekki og afla sér meiri þekkingar í kjölfarið. Að svo búnu er tilvalið að lesa yfir sama texta aftur. Áfram lestur, áfram skilningur, áfram lesskilningur 🙂