Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Að spinna sögu

[featured_image]
Að spinna sögu - PDF
Download is available until [expire_date]
  • Version
  • Download 355
  • File Size 1.06 MB
  • File Count 1
  • Create Date 15. september, 2019
  • Last Updated 15. september, 2019

Að spinna sögu

Að spinna sögu er nýstárleg og skemmtileg nálgun í ritunarkennslu. Nemendur tylla bréfaklemmu í gegnum blýantsodd og spinna henni í hringi. Oddur bréfaklemmunnar ákvarðar hvað sagan mun fjalla um hverju sinni, hvernig hún byrjar, hvaða persóna er í henni, hvert umhverfið er, innri tími, ytri tími, viðburðir, vandamál, endir og hvaða lærdóm má draga af sögunni. Svo er það nemendanna að láta allt ganga upp.

Á hverri skífu eru fjórir mismunandi möguleikar svo nemendur geta nýtt skjalið í fjögur ólík ritunarverkefni. Útkoman í nemendahópnum getur orðið ansi fjölbreytt og söguþráðurinn sömuleiðis skemmtilega óútreiknanlegur. Það væri því einnig áhugavert að nýta formið í framsögn.

Ef nota á skjalið oftar en einu sinni er tilvalið að lita reitina sem bréfaklemman lendir á gula þegar efnið er spunnið í fyrstu söguna, rauða í þeirri næstu, græna með þriðja skáldverkið og loks bláa. Neyðin kenndi naktri konu að spinna en skyldi hún hafa prófað að spinna sögur?

Comments are Closed