viðurkenningarskjal
now browsing by tag
Blái hnötturinn – viðurkenningarskjal
Smelltu á linkinn hér fyrir ofan til að nálgast PDF eintak af viðurkenningarskjalinu í góðum prentgæðum.
Óvættaför – undirbúningsgögn
Óvættaför
Fyrsta serían um ævintýrið Óvættaför samanstendur af 6 bókum. Bækurnar heita Elddrekinn Fernó, Sæslangan Sepron, Bergrisinn Arkta, Kentárinn Tagus, Hrímþursinn Nanúk og Eldfuglinn Epos. Aðalpersónan er Tom og fylgst er með baráttu hans við óvætti Avantíu.
Verkefnapakkar
Á sama tíma og Tom tekst á við hverja áskorun á fætur annarri í leiðangri sínum eru verkefnapakkarnir hugsaðir sem námsleiðangur. Með hverri bók fylgja 4 verkefnablöð og samtals eru 24 verkefnablöð í fyrstu seríu. Með efninu fylgir jafnframt forsíða fyrir safnmöppur, auk þess sem bókamerki og bréfsefni fylgja hverjum pakka. Námsmarkmiðin eru tíunduð hjá hverju efni fyrir sig.
- Sækja forsíðu fyrir safnmöppur
- Sækja bókamerki:
- Elddrekinn Fernó
- Sæslangan Sepron
- Bergrisinn Arkta
- Kentárinn Tagus
- Hrímþursinn Nanúk
- Eldfluginn Epos
- Sækja bréfsefni:
- Elddrekinn Fernó
- Sæslangan Sepron
- Bergrisinn Arkta
- Kentárinn Tagus
- Hrímþursinn Nanúk
- Eldfuglinn Epos
Lykilorð og aukastig
Samhliða því að leysa þrautir á verkefnablöðunum sjálfum þurfa nemendur að finna lykilorð en vísbendingar um þau eru neðst á hverju verkefnablaði. Lykilorðin skrá þau á sérstakt lykilorðablað og ef rétt er unnið mynda þau 4 orða setningu. Á sama blað eru aukastig skráð, en tilgangur þeirra er að hvetja nemendur til vandvirkni og samþætta efnið við stærðfræðihugtök auk þess sem kennurum gefst tækifæri til að nýta þau í annars konar umbun á eigin vegum.
Viðurkenningarskjal
Nemendur sem klára verkefnapakka við seríu 1 hafa unnið sér inn Riddaragráðu 1. Viðurkenningarskjalið kemur með lokapakkanum 15. nóvember 2016.
Birting á vef
Efnið er frítt til útprentunar og frjálst að fjölfalda það að vild. Útgáfudagar námsefnispakka eru eftirfarandi:
- Elddrekinn Fernó 1. september 2016
- Sæslangan Sepron 15. september 2016
- Bergrisinn Arkta 1. október 2016
- Kentárinn Tagus 15. október 2016
- Hrímþursinn Nanúk 1. nóvember 2016
- Eldfuglinn Epos 15. nóvember 2016