Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

stafrófið

now browsing by tag

 
 

Stafrófsæði

Stafaröðin

Verkefnið er á allan hátt sambærilegt við stafrófsverkefnið Frá A-Ö, sjá kennsluleiðbeiningar, en hér reynir á nemendur að raða stafrófinu rétt áður en frekari vinna hefst.

Nemendur geta annars vegar þjálfað skrift og skrifað bókstafina í reitina áður en unnið er með verkefnablöðin, og hins vegar þjálfað fínhreyfingar með meðfylgjandi klippiverkefni, klippt stafina út, raðað miðunum á rétta staði og límt á verkefnablaðið. Tilvalið er að líma verkefnablöðin í heila opnu í stílabók.

Klippiverkefnablöðin má einnig ljósrita í stærri eintökum (A3) og nota í frekari stafrófsvinnu s.s. minnisleik, veiðimann, flokka í sérhljóða og samhljóða, …

Hönnunarmars

Smelltu á linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak í prentupplausn.

Lagarfljótsormurinn

Hver verkefnapakki inniheldur 4 verkefnablöð. Í þjóðsögunni um Lagarfljótsorminn er að finna orðasúpu, hlustunarverkefni, stafrófsverkefni og málfræðiverkefni þar sem lögð er áhersla á nafnorð (kyn, fallbeygingu, et/ft og greini). Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.

Námsefnið er unnið í samstarfi við Mitt Ísland sem gefur þjóðsöguspilin út og færir kennurum nú þessa gjöf. Í desember 2017 kom út 32 blaðsína þrauta- og verkefnabók þar sem áherslan er að læra í gegnum afþreyingu. Í námsefninu á síðu Kennarans hefur meiri málfræði verið bætt við hvern pakka sem tengist námsmarkmiðum miðstigs í íslensku.

Hægt er að panta þjóðsöguspilin og þrauta- og verkefnabókina með þjóðsögunum hér.

Rauðhöfði

Hver verkefnapakki inniheldur 4 verkefnablöð. Í þjóðsögunni Rauðhöfði er komið víða við í landafræðinni og því sérstök áhersla lögð á sérnöfn og örnefni. Einnig er unnið með stafrófið og hugtakaskilning. Tilvalið er að nýta fimmta þjóðsögupakkann samhliða kortavinnu, hvort heldur sem er með bókum eða gagnvirku efni á Netinu. Í því tilliti má benda á Kortasjá Landmælinga Íslands og Örnefnasjá Alta en báðir vefir eru geysilega flottir og aðgengilegir.

Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.

Námsefnið er unnið í samstarfi við Mitt Ísland sem gefur þjóðsöguspilin út og færir kennurum nú þessa gjöf. Í desember 2017 kom út 32 blaðsína þrauta- og verkefnabók þar sem áherslan er að læra í gegnum afþreyingu. Í námsefninu á síðu Kennarans hefur meiri málfræði verið bætt við hvern pakka sem tengist námsmarkmiðum miðstigs í íslensku.

Hægt er að panta þjóðsöguspilin og þrauta- og verkefnabókina með þjóðsögunum hér.

Jóra í Jórukleif

Hver verkefnapakki inniheldur 4 verkefnablöð. Í þjóðsögunni Jóra í Jórukleif er unnið með stafrófið, annars vegar sem dulmálsverkefni og hins vegar leita nemendur að orðum í sögunni og fylla inn í stafrófstöflu. Í þjóðsögunni er meðal annars greint frá því hvernig Öxará á Þingvöllum fékk nafn sitt, og nemendur spreyta sig á heimildaöflun og ritun samantektar um Alþingi Íslendinga. Málfræðin að þessu sinni felst í því að skoða skammstöfun nafnorða, sagnorða og lýsingarorða, og orðflokkagreina nokkur vel valin orð sem og að greina frá merkingu þeirra.

Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.

Námsefnið er unnið í samstarfi við Mitt Ísland sem gefur þjóðsöguspilin út og færir kennurum nú þessa gjöf. Í desember 2017 kom út 32 blaðsína þrauta- og verkefnabók þar sem áherslan er að læra í gegnum afþreyingu. Í námsefninu á síðu Kennarans hefur meiri málfræði verið bætt við hvern pakka sem tengist námsmarkmiðum miðstigs í íslensku.

Hægt er að panta þjóðsöguspilin og þrauta- og verkefnabókina með þjóðsögunum hér.

Velkomin í Gæludýragarð

ÆVAR VÍSINDAMAÐUR – 4. SERÍA, 8. ÞÁTTUR

Ævar vísindamaður og stærsta tilraun í heimi!

Fjórða sería, áttundi þáttur 2017.

Smelltu á linkinn hér fyrir ofan til að nálgast PDF eintak af efninu.

8_þáttur2017 8_þáttur20172 8_þáttur20173 8_þáttur20174 8_þáttur20175

Málshættir í stafrófsröð

Smelltu á linkinn hér fyrir ofan til að sækja heftið Málshættir í stafrófsröð.

Tappastafróf

Tappastafrófið samanstendur af 3 skjölum. Smelltu á linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.

Hástafir og lágstafir

Prentaðu skjölin, klipptu hnappana út og límdu á gosföskutappa. Hægt er að lita sérhljóða rauða og samhljóða græna, prenta gögnin á rauðan og grænan pappír eða líma hnappana á sitt hvorn litinn af gosflöskutöppum. Gögnin er hægt að nota til að leggja inn sérhljóða og samhljóða, sem samstæðuspil en einnig til að mynda orð og setningar.

Þriggja stafa strimlar

Hægt er að vinna með þriggja stafa strimlana á ýmsa vegu. Kennari getur undirbúið gögnin með því að líma myndir á auðu svæðin með hlutum sem eiga það sameiginlegt að vera þriggja stafa (mús, hús, lús, bók, bær, lás, …). Nemendur finna svo rétta stafi og mynda orðin með því að leggja stafrófstappa í kringlóttu reitina. Einnig er hægt að láta nemendur sjálfa finna þriggja stafa orð, mynda það og teikna mynd af orðinu á auða svæðið. Þannig má einnig vinna með rímorð.