Ritlist
now browsing by tag
Sjóræningjasaga
Sjóræningjar eru spennandi viðfangsefni að skrifa um og hægt að fara margar leiðir í þeim efnum s.s. að skrifa almennt um þá og iðju þeirra, velja sér frægan sjóræning og afla heimilda um hann, eða skrifa um þekkta sögu eða mynd sem fjallar um sjóræningja.
Talaðu eins og sjóræningi, eða Talk like a Pirate Day, er skemmtilegur merkisdagur sem haldinn er hátíðlegur 19. september ár hvert. Þá notar fólk orð og orðatiltæki sem sjóræningjar myndu velja og prófa að rymja og urra orðunum út. Nálgast má verkefni tengt sjóræningjadeginum hér.
Vangaveltur
- Hvað veistu um sjóræningja?
- Hafa sjóræningjar herjað á Ísland?
- Ef svo er hvar þá?
- Voru víkingar sjóræningjar?
- Á hvaða tíma réðu sjóræningjar yfir úthöfunum?
- Herja sjóræningjar enn á sjófarendur?
Lesefni
- 15 svakalegir sjóræningjar eftir Illuga Jökulsson
- Sjórán og siglingar eftir Helga Þorláksson
Áhugaverðir tenglar
- Wikipedia: Tyrkjaránið
- Vísindavefurinn: Hvaða heimildir eru til um tyrkjaránið?
- Vísindavefurinn: Hvaðan komu víkingarnir og hvaða áhrif höfðu þeir í öðrum löndum?
10 atriði um mig
Hvaða 10 atriði ættu aðrir að vita til að kynnast mér betur? Hvað hef ég afrekað sem enginn veit um? Hvaða drauma geng ég með í maganum? Hvað læt ég ekki bjóða mér? Hér má bæði nýta skjalið í naflaskoðun með nemendum en einnig mætti hugsa sér að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og skálda eitthvað skemmtilegt á línurnar :-).
Þetta er ég
Hver er ég í raun og veru? Hvað gerir mig að mér? Hvernig lít ég út? Hvernig er nánasta samfélagið mitt í mannheimum? Á ég áhugamál? Hvað með vini og vinkonur? Hvað finnst mér leiðinlegt, skemmtilegt, áhugavert? Hvað langar mig að gera þegar ég verð stór? Ritunarverkefnið Þetta er ég er fínasta naflaskoðun fyrir mig og ekki verra að æfa sig svo að fara í pontu og lesa upp meistarastykkið eða hengja það upp á vegg fyrir aðra til að kynnast mér betur. Líka gott að komast í smá ritunargír eftir sumarfríið og kynnast bekknum betur. Eða hvað finnst kennaranum mínum um það?
Skriftarskífa
Efni og áhöld: Skæri, ritföng og föndursplitti.
PacManritun er skemmtilegt verkefni sem reynir svolítið á föndurfingur um leið og nemandi gefur sköpunargáfunni lausan tauminn. Áður en ritun PacMansögunnar hefst útbúa nemendur skriftarskífu með gula gæjanum og svara nokkrum spurningum um hann, sjá leiðbeiningar á verkefnablöðum. Svörin nota þeir svo sem beinagrind í sögugerðinni. Hver er þessi PacMan? Hverjir eru bestu vinir hans? Hvernig eru fjölskylduhagir hans? Af hverju er hann svona óður í ávexti? Gott er að ljósrita skífurnar á stífari pappír en um að gera að leyfa nemendum að myndskreyta PacMan að vild.
Sjá einnig: