Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

lesskilningur

now browsing by tag

 
 

Áfram – Leiðangurinn mikli

Vampírustelpurnar

Les

Leikfangasaga 4

Orðarýni

Lesskilningur er undirstaða alls náms. Að staldra við og gefa sér tíma til að skilja stök orð er undirstaða þess að efla lesskilninginn. Verkefnablaðið má nota samhliða heimalestri eða lestri skólabóka í kennslustund. Nemendur skrá orð á blaðið sem þau skilja ekki og afla sér meiri þekkingar í kjölfarið. Að svo búnu er tilvalið að lesa yfir sama texta aftur. Áfram lestur, áfram skilningur, áfram lesskilningur 🙂

Stafrófsæði

Mjallhvít kemur til bjargar

Ævintýri Púa og Heihei

Ofurhetjufjölskyldan

Bakkabræður

Hver verkefnapakki inniheldur 4 verkefnablöð. Í þjóðsögunni um Bakkabræður er að finna teikniþraut, nafnorðasúpu, lesskilningsverkefni þar sem áhersla er á að byrja svar á stórum staf og enda á punkti, og lýsingarorðaverkefni (frumstig, miðstig og efsta stig).

Í nafnorðasúpunni er gert ráð fyrir því að nemendur hlusti vel á textann (eða lesi hann), finni svo 10 nafnorð til að skrifa á listann áður en þeir finna þeim stað í orðasúpunni. Að lokum fylla þeir tóma reiti með stöfum stafrófsins. Tilvalið er að láta nemendur spreyta sig á orðasúpum hvers annars.

Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.

Námsefnið er unnið í samstarfi við Mitt Ísland sem gefur þjóðsöguspilin út og færir kennurum nú þessa gjöf. Í desember 2017 kom út 32 blaðsína þrauta- og verkefnabók þar sem áherslan er að læra í gegnum afþreyingu. Í námsefninu á síðu Kennarans hefur meiri málfræði verið bætt við hvern pakka sem tengist námsmarkmiðum miðstigs í íslensku.

Hægt er að panta þjóðsöguspilin og þrauta- og verkefnabókina með þjóðsögunum hér.

Krummasaga

Hver verkefnapakki inniheldur 4 verkefnablöð. Í þjóðsögunni Krummasaga er unnið með fuglaheiti og fallbeygingu, lesskilning, samheiti og bókmenntahugtökin persónur, umhverfi, atburðir og endir eru skoðuð með sögukorti.

Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.

Námsefnið er unnið í samstarfi við Mitt Ísland sem gefur þjóðsöguspilin út og færir kennurum nú þessa gjöf. Í desember 2017 kom út 32 blaðsína þrauta- og verkefnabók þar sem áherslan er að læra í gegnum afþreyingu. Í námsefninu á síðu Kennarans hefur meiri málfræði verið bætt við hvern pakka sem tengist námsmarkmiðum miðstigs í íslensku.

Hægt er að panta þjóðsöguspilin og þrauta- og verkefnabókina með þjóðsögunum hér.