sumarlestur
now browsing by tag
Rétta bókin
Það er ekki til barn sem hatar að lesa, en það eru til börn sem hafa ekki fundið réttu bókina. – Frank Serafini –
Ljósmynd: http://unimatrix03.ddns.net/speechcareMainSite/wp-content/uploads/2016/01/stack-of-books.jpg
Gáfuð börn
Ef þú vilt að börnin þín verði gáfuð þá lestu ævintýri fyrir þau. Ef þú vilt að þau verði enn gáfaðri þá lestu fleiri ævintýri fyrir þau. – Albert Einstein –
Ljósmynd: https://wallpaperscraft.com/image/child_pajamas_funny_book_sunglasses_sleeping_bed_54498_1920x1080.jpg
Tempraða lestrarsvæðið
Það er temprað svæði í heilanum mitt á milli unaðslegs iðjuleysis og krefjandi vinnu, og einmitt þar, á milli leti og dugnaðar, er sumarlestrinum ætlað að vera. – Henry Ward Beecher –
Ljósmynd: http://cdn.pulptastic.com/wp-content/uploads/2015/09/sloth1.jpg
Eftirminnilegustu ævintýrin
Í æsku upplifði ég sum eftirminnilegustu ævintýri hinna löngu sumarfría á síðum bóka. – Brandon Mull –
Ljósmynd: thejesterscorner.files.wordpress.com
Sumarlestur í svarthvítu
Sumarlestur er skemmtilegt 8 síðna skjal með lestrarsáttmála, dagatali, bónusum, stjörnugjöf og 100 bóka áskorun. Nú er um að gera að halda lestrinum við í sumar með skemmtilegum hætti og lauma A5 hefti með í einkunnaumslögin. Sumarlestrarheftið er styrkt af Eddu útgáfu, en Edda útgáfa gefur út stórskemmtileg mánaðarleg lesskilningsverkefni í anda Byrjendalæsisins sem sækja má endurgjaldslaust af vefnum þeirra, sjá lesskilningsverkefni Disney bókanna.
Sumarlestur í lit
Sumarlestur er skemmtilegt 8 síðna skjal með lestrarsáttmála, dagatali, bónusum, stjörnugjöf og 100 bóka áskorun. Nú er um að gera að halda lestrinum við í sumar með skemmtilegum hætti og lauma A5 hefti með í einkunnaumslögin.
Sumarlestrarheftið má einnig fá í svarthvítu.
Sumarlestrarheftið er styrkt af Eddu útgáfu, en Edda útgáfa gefur út stórskemmtileg mánaðarleg lesskilningsverkefni í anda Byrjendalæsisins sem sækja má endurgjaldslaust af vefnum þeirra, sjá lesskilningsverkefni Disney bókanna.