Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

lykilorðablað

now browsing by tag

 
 

Óvættaför – undirbúningsgögn

Óvættaför

Fyrsta serían um ævintýrið Óvættaför samanstendur af 6 bókum. Bækurnar heita Elddrekinn Fernó, Sæslangan Sepron, Bergrisinn Arkta, Kentárinn Tagus, Hrímþursinn Nanúk og Eldfuglinn Epos. Aðalpersónan er Tom og fylgst er með baráttu hans við óvætti Avantíu.

Verkefnapakkar

Á sama tíma og Tom tekst á við hverja áskorun á fætur annarri í leiðangri sínum eru verkefnapakkarnir hugsaðir sem námsleiðangur. Með hverri bók fylgja 4 verkefnablöð og samtals eru 24 verkefnablöð í fyrstu seríu. Með efninu fylgir jafnframt forsíða fyrir safnmöppur, auk þess sem bókamerki og bréfsefni fylgja hverjum pakka. Námsmarkmiðin eru tíunduð hjá hverju efni fyrir sig.

Lykilorð og aukastig

Samhliða því að leysa þrautir á verkefnablöðunum sjálfum þurfa nemendur að finna lykilorð en vísbendingar um þau eru neðst á hverju verkefnablaði. Lykilorðin skrá þau á sérstakt lykilorðablað og ef rétt er unnið mynda þau 4 orða setningu. Á sama blað eru aukastig skráð, en tilgangur þeirra er að hvetja nemendur til vandvirkni og samþætta efnið við stærðfræðihugtök auk þess sem kennurum gefst tækifæri til að nýta þau í annars konar umbun á eigin vegum.

Viðurkenningarskjal

Nemendur sem klára verkefnapakka við seríu 1 hafa unnið sér inn Riddaragráðu 1. Viðurkenningarskjalið kemur með lokapakkanum 15. nóvember 2016.

Birting á vef

Efnið er frítt til útprentunar og frjálst að fjölfalda það að vild. Útgáfudagar námsefnispakka eru eftirfarandi: