Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

lestur

now browsing by tag

 
 

Septemberlestur í svarthvítu

Septemberlestur inniheldur orðasafn, bókadóm, bókareglur, bókamerki, 30 daga lestrarátak (mínútur skráðar og/eða lesnar blaðsíður), og bókahillu ásamt gátlista til efla samstarf heimilis og skóla. Bók er best vina segir máltækið og nú er um að gera að koma vetrarlestrinum af stað. Lestrarheftið er í boði Ferðafélags barnanna sem býður upp á fjölbreyttar og skemmtilegar ferðir árið um kring.

Smelltu á linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af septemberlestrarheftinu í svarthvítu.

Rétta bókin

Það er ekki til barn sem hatar að lesa, en það eru til börn sem hafa ekki fundið réttu bókina. – Frank Serafini –

Ljósmynd: http://unimatrix03.ddns.net/speechcareMainSite/wp-content/uploads/2016/01/stack-of-books.jpg

Gáfuð börn

Ef þú vilt að börnin þín verði gáfuð þá lestu ævintýri fyrir þau. Ef þú vilt að þau verði enn gáfaðri þá lestu fleiri ævintýri fyrir þau. – Albert Einstein –

Ljósmynd: https://wallpaperscraft.com/image/child_pajamas_funny_book_sunglasses_sleeping_bed_54498_1920x1080.jpg

 

Útdauðar risaeðlur

Risaeðlur lásu ekki. Nú eru þær útdauðar. – Höfundur ókunnugur. –

Ljósmynd: http://udhao.net

Tempraða lestrarsvæðið

Það er temprað svæði í heilanum mitt á milli unaðslegs iðjuleysis og krefjandi vinnu, og einmitt þar, á milli leti og dugnaðar, er sumarlestrinum ætlað að vera. – Henry Ward Beecher –

Ljósmynd: http://cdn.pulptastic.com/wp-content/uploads/2015/09/sloth1.jpg

Eftirminnilegustu ævintýrin

Í æsku upplifði ég sum eftirminnilegustu ævintýri hinna löngu sumarfría á síðum bóka. – Brandon Mull –

Ljósmynd: thejesterscorner.files.wordpress.com

Blessuð sumarbirtan

Ein af blessunum sumarsins var dagsbirtan sem gaf okkur lengri tíma til lesturs. – Jeannette Walls –

Ljósmynd: 3219a2.medialib.glogster.com

 

Samtaka nú

    
  

Sumarlestur í svarthvítu

Sumarlestur er skemmtilegt 8 síðna skjal með lestrarsáttmála, dagatali, bónusum, stjörnugjöf og 100 bóka áskorun. Nú er um að gera að halda lestrinum við í sumar með skemmtilegum hætti og lauma A5 hefti með í einkunnaumslögin. Sumarlestrarheftið er styrkt af Eddu útgáfu, en Edda útgáfa gefur út stórskemmtileg mánaðarleg lesskilningsverkefni í anda Byrjendalæsisins sem sækja má endurgjaldslaust af vefnum þeirra, sjá lesskilningsverkefni Disney bókanna.

Sumarlestur í lit

Sumarlestur er skemmtilegt 8 síðna skjal með lestrarsáttmála, dagatali, bónusum, stjörnugjöf og 100 bóka áskorun. Nú er um að gera að halda lestrinum við í sumar með skemmtilegum hætti og lauma A5 hefti með í einkunnaumslögin.

Sumarlestrarheftið má einnig fá í svarthvítu.

Sumarlestrarheftið er styrkt af Eddu útgáfu, en Edda útgáfa gefur út stórskemmtileg mánaðarleg lesskilningsverkefni í anda Byrjendalæsisins sem sækja má endurgjaldslaust af vefnum þeirra, sjá lesskilningsverkefni Disney bókanna.