heimalestur
now browsing by tag
bókabingó 1
Lestrarbingó eru skemmtileg viðbót við lestrarflóruna og hægt að nýta þau í bókasafnsvinnu sem og yndislestri. Nemendur lesa 25 mismunandi bækur í hverju bingói, og við lok hverrar bókar má ýmist krossa yfir reitinn eða lita bókina sem í honum er. Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til sækja PDF eintak af Bókabingói 1.
Gátlisti – heimalestur
Smelltu á PDF linkinn hér fyrir ofan til að nálgast prentvænt eintak af gátlistanum.
Apríllestur í svarthvítu
Gleðilegan apríl og takk fyrir mars! Nú styttist heldur betur í skólaárinu en engu að síður má hvergi slaka á í lestrinum. Margir skemmtilegir merkisdagar eru í apríl og ber hæst alþjóðadag barnabókarinnar þann 2. apríl á afmælisdegi H.C. Andersens og alþjóðadag bókarinnar þann 23. apríl. Pakkinn er fjölbreyttur að vanda og meðal annars má vinna KVL bókagerð, skrýtna orðasafnið og eftirlýsingu. Aprílheftið er í boði Ferðafélags Íslands sem rekur Ferðafélag barnanna, frábært heilsársverkefni fyrir börn þar sem farið er í fjölbreyttar ævintýraferðir allt frá fjörum til fjalla. Kennarinn fór í skemmtilega hjólaferð í vetur með leiðsögn, og hvetur alla til að fylgjast með dagskránni þeirra á facebook.
Apríllestur í lit
Gleðilegan apríl og takk fyrir mars! Nú styttist heldur betur í skólaárinu en engu að síður má hvergi slaka á í lestrinum. Margir skemmtilegir merkisdagar eru í apríl og ber hæst alþjóðadag barnabókarinnar þann 2. apríl á afmælisdegi H.C. Andersens og alþjóðadag bókarinnar þann 23. apríl. Pakkinn er fjölbreyttur að vanda og meðal annars má vinna KVL bókagerð, skrýtna orðasafnið og eftirlýsingu. Aprílheftið er í boði Ferðafélags Íslands sem rekur Ferðafélag barnanna, frábært heilsársverkefni fyrir börn þar sem farið er í fjölbreyttar ævintýraferðir allt frá fjörum til fjalla. Kennarinn fór í skemmtilega hjólaferð í vetur með leiðsögn, og hvetur alla til að fylgjast með dagskránni þeirra á facebook.