Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Bangsavinafélagið

now browsing by tag

 
 

100 bangsa talning

Það getur verið gott að kunna að telja upp í 100! Börnin telja bangsana og klára að fylla inn í 100 töfluna. Skjalið er tilvalið að nota til að æfa sig áður en farið er í bangsagöngu, en einnig má nota það til að telja og skrá fjölda bangsa meðan á göngunni stendur.

5 daga bangsaganga

Bangsasúluritið er gönguáskorun þar sem börn og foreldrar setja sér 5 daga útivistarmarkmið, og telja og skrá hversu margir bangsar sjást í hverri gönguferð. Fyrir hvern bangsa sem sést á göngunni er skráð inn í einn reit súluritsins. Eftir hverja gönguferð er niðurstaðan tekin saman og skráð með tölustöfum inn í bangsana. Eftir 5 daga eru niðurstöðurnar bornar saman. Vangaveltur: Hvaða dag sáust flestir bangsar? Fjölgaði böngsunum eða fækkaði þeim eftir því sem oftar var farið? Hvaða bangsi var eftirminnilegastur og hvers vegna?

3ja daga bangsaganga

Bangsaskráning og töfluvinna. Þetta skjal er hægt að nýta í þremur ólíkum bangsagöngum, innan húss sem utan, og jafnvel í bæjarferðum og verslunarleiðöngrum. Í hvert skipti sem barn sér bangsa í bæjarferðinni litar það einn reit í töflunni. Einnig má taka þetta lengra og skrá litinn á böngsunum í töfluna. Ef fyrsti bangsinn er brúnn er einn reitur í töflunni fylltur með brúnum lit og svo framvegis. Einnig má hugsa sér skjalið sem umbunarkerfi á þann hátt að í hvert sinn sem barn, og bangsi þess, gera hlutina rétt, fær það límmiða eða stimpil í reit.

Bangsabókadómur

Börnin velja 10 bækur og/eða sögur sem fjalla um bangsa. Þau velja jafnframt þrjá liti til að tákna jafnmarga mismunandi bókadóma og lita bangsadómarana efst í skjalinu áður en lestur hefst. Eftir lestur hvers bangsaævintýris skrifa börnin titil bókarinnar, eða nafn sögunnar, og gefa skáldverkinu svo dóm með því að lita bangsann í viðeigandi lit. Dröfn Vilhjálmsdóttir á skólabókasafni Seljaskóla tók saman skemmtilegan bangsabókalista sem má finna hér.

Bangsalestrarsprettur

Bangsalesturinn er 16 bóka lestrarátak þar sem finna má jafnmörg form og táknmyndir til að leggja inn meðan á átakinu stendur. Ógrynni er til af bangsabókum og bangsasögum, og margir frægir bangsar hafa sett svip sinn á reynsluheim grunnskólabarna. Má þar nefna Paddington, Bangsímon og Róbert bangsa sem dæmi. Bangsalestrarsprettinn má nota sem hefðbundinn lestrarsprett með hvaða söguefni sem er og þá er einn bangsi litaður eftir lestur hverrar bókar, eða til að demba sér í þemalestur þar sem bangsar af öllum stærðum og gerðum eru aðalsögupersónurnar. Dröfn Vilhjálmsdóttir á skólabókasafni Seljaskóla tók saman skemmtilegan bangsabókalista sem má finna hér.