Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Sérnöfn

now browsing by tag

 
 

Rauðhöfði

Hver verkefnapakki inniheldur 4 verkefnablöð. Í þjóðsögunni Rauðhöfði er komið víða við í landafræðinni og því sérstök áhersla lögð á sérnöfn og örnefni. Einnig er unnið með stafrófið og hugtakaskilning. Tilvalið er að nýta fimmta þjóðsögupakkann samhliða kortavinnu, hvort heldur sem er með bókum eða gagnvirku efni á Netinu. Í því tilliti má benda á Kortasjá Landmælinga Íslands og Örnefnasjá Alta en báðir vefir eru geysilega flottir og aðgengilegir.

Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.

Námsefnið er unnið í samstarfi við Mitt Ísland sem gefur þjóðsöguspilin út og færir kennurum nú þessa gjöf. Í desember 2017 kom út 32 blaðsína þrauta- og verkefnabók þar sem áherslan er að læra í gegnum afþreyingu. Í námsefninu á síðu Kennarans hefur meiri málfræði verið bætt við hvern pakka sem tengist námsmarkmiðum miðstigs í íslensku.

Hægt er að panta þjóðsöguspilin og þrauta- og verkefnabókina með þjóðsögunum hér.

Galdramennirnir í Vestmannaeyjum

Hver verkefnapakki inniheldur 4 verkefnablöð. Í þjóðsögunni Galdramennirnir í Vestmannaeyjum er unnið með lesskilning í formi samtengingaverkefnis og eyðufyllingar, landafræði og sérnöfn.

Vestmannaeyjar koma við sögu í þjóðsögunni en eyjaklasinn samanstendur af 15 eyjum, nemendur finna þær og skrá niður auk þess að finna staðsetningu 8 annarra eyja við Ísland. Hugtakið eyþjóð kemur fyrir í verkefnaheftinu og hér gefst gott tækifæri til að ræða muninn á meginlandi og eyju.

Málfræðihlutinn að þessu sinni snýr að sérnöfnum en nemendur gefa galdramönnunum 18 viðeigandi nöfn og svara nokkrum spurningum tengdum orðflokkinum. Nánar um sérnöfn.

Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.

Námsefnið er unnið í samstarfi við Mitt Ísland sem gefur þjóðsöguspilin út og færir kennurum nú þessa gjöf. Í desember 2017 kom út 32 blaðsína þrauta- og verkefnabók þar sem áherslan er að læra í gegnum afþreyingu. Í námsefninu á síðu Kennarans hefur meiri málfræði verið bætt við hvern pakka sem tengist námsmarkmiðum miðstigs í íslensku.

Hægt er að panta þjóðsöguspilin og þrauta- og verkefnabókina með þjóðsögunum hér.

Djákninn frá Myrká

Hver verkefnapakki inniheldur 4 verkefnablöð. Í þjóðsögunni Djákninn á Myrká eru hugtökin sögusvið og söguþráður skoðuð í fyrsta verkefninu þar sem nemendur vinna með krossorðaglímu. Þá er unnið með sérnöfn sem fyrir koma í sögunni, þeim raðað í stafrófsröð og leitað svara við því hvað það er sem nefnt er saltarinn í þjóðsögunni.

Djákninn á Myrká lést af slysförum áður en hann kynntist betur konunni sem hann hreifst af. Hefði hann haldið dagbók sem afturganga, hvernig hefði síðasta færslan litið út? Nemendur setja sig í spor djáknans í ritunarverkefni og að lokum safna þeir nafnorðum, sagnorðum og lýsingarorðum í krukkur áður en útbúnar eru setningar sem innihalda eitt orð úr hverjum flokki.

Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.

Fyrir áhugasama má nálgast íslenska teiknimynd með þjóðsögunni hér. Hún var framleidd af fyrirtækinu Græna gáttinn árið 1993. Einn má hlusta á flutning Mannakorna á laginu Garún, Garún.

Námsefnið er unnið í samstarfi við Mitt Ísland sem gefur þjóðsöguspilin út og færir kennurum nú þessa gjöf. Í desember 2017 kom út 32 blaðsína þrauta- og verkefnabók þar sem áherslan er að læra í gegnum afþreyingu. Í námsefninu á síðu Kennarans hefur meiri málfræði verið bætt við hvern pakka sem tengist námsmarkmiðum miðstigs í íslensku.

Hægt er að panta þjóðsöguspilin og þrauta- og verkefnabókina með þjóðsögunum hér.

Sérnöfn – kennileiti

Kennarar leggja inn hvernig nafnorð flokkast í sérnöfn og samnöfn. Nemendur lyfta flipunum upp og skrifa undir þá (í stílabókina) kennileiti sem þeir þekkja. Dæmi: Undir flipanum jökull skrifa nemendur heiti á jökli, t.d. Eyjafjallajökull, undir flipanum dalur má skrá Skorradalur sem dæmi. Á bakhlið sjálfs flipans mætti skrá frekari upplýsingar eins og hvar á landinu kennileitið er. Fyrir lengra komna er hægt að leysa verkefnið í heilum setningum. Markmiðið er að safna saman sérnöfnum sem tengjast kennileitum. Tilvalið er að skoða kortabækur við lausn þess. Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af verkefninu.