Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Rauðhöfði

[featured_image]
Rauðhöfði - PDF
Download is available until [expire_date]
  • Version
  • Download 114
  • File Size 20.00 KB
  • File Count 1
  • Create Date 22. september, 2017
  • Last Updated 10. febrúar, 2018

Rauðhöfði

Hver verkefnapakki inniheldur 4 verkefnablöð. Í þjóðsögunni Rauðhöfði er komið víða við í landafræðinni og því sérstök áhersla lögð á sérnöfn og örnefni. Einnig er unnið með stafrófið og hugtakaskilning. Tilvalið er að nýta fimmta þjóðsögupakkann samhliða kortavinnu, hvort heldur sem er með bókum eða gagnvirku efni á Netinu. Í því tilliti má benda á Kortasjá Landmælinga Íslands og Örnefnasjá Alta en báðir vefir eru geysilega flottir og aðgengilegir.

Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.

Námsefnið er unnið í samstarfi við Mitt Ísland sem gefur þjóðsöguspilin út og færir kennurum nú þessa gjöf. Í desember 2017 kom út 32 blaðsína þrauta- og verkefnabók þar sem áherslan er að læra í gegnum afþreyingu. Í námsefninu á síðu Kennarans hefur meiri málfræði verið bætt við hvern pakka sem tengist námsmarkmiðum miðstigs í íslensku.

Hægt er að panta þjóðsöguspilin og þrauta- og verkefnabókina með þjóðsögunum hér.

Comments are Closed