Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Sparilestur

now browsing by tag

 
 

Sparilestur

Fyrir hverjar 10 mínútur sem nemendur lesa skrá þeir inn í peningana eða lita. Hér gefst skemmtilegt tækifæri að vinna með munstur og þrykk með því að leggja 10 króna pening undir kringlóttu reitina, og rissa yfir svæðið til að ná munstrinu í gegn. Fyrir þá sem eiga í erfiðleikum með að staðsetja myntina nógu nákvæmlega undir hringjunum er hægt að taka peningamunstrin upp á hvítt, autt blað, klippa svo út og líma í reitina.