Samlagning
now browsing by tag
Sparnaður
Markmiðið er að leggja saman tugi og hundruð sem hlaupa á tölunni 5. Nemendur geta unnið verkefnið einir eða spilað tveir og tveir saman saman. Hver nemandi þarf bréfaklemmu til að leysa verkefnið sem felst í því að tylla henni í gegnum blýantsodd á miðju skífunnar og þeyta í hringi. Talan úr fyrri snúningnum, vinstri skífunni, er skráð í dálk #1 og talan úr seinni snúningnum, hægri skífunni, er skráð í dálk #2. Svo er lagt saman í huganum. Ef nemendur spila tveir og tveir er hægt að keppast um það hver fær hærra heildarstig og hefur þannig sparað meira fyrir grísinn.
Samlagningarpakki
Verkefnapakkinn samanstendur af óútfylltu samlagningarspjaldi, 30 útfylltum samlagningarspjöldum (tölunum 1-20, tugunum 10-200, sléttum tölum 1-19, oddatölum 2-20, hundraðstölum 100-1000, tölum sem hlaupa á 5 og óreglulegum dæmum) kvittanablaði í lit og svarthvítu, teningablaði í lit og svarthvítu, talnablaði 0-10 í lit og svarthvítu, verkefnablaði fyrir orðadæmi og orðavegg með hugtökum sem tengjast samlagningu.