Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

ritun

now browsing by tag

 
 

Tímasetning atburða

Ertu að skrifa sögu? Hver er ytri tíminn? En innri tíminn? Er flakkað í tíma? Er eitthvað í sögunni sem gefur lesanda vísbendingar um hvenær hún gerist (klæðnaður, tækni, byggingar, atburðir, frægt fólk,.…)?  Hér er listi með 20 mismunandi leiðum til að tímasetja atburði í sögum. Góða skemmtun!

Sjá einnig

Tetrisleidbeiningar

Fyrir einhvern er örugglega auðveldara að spila Tetris en að útskýra leikinn á rituðu formi. Hér er því góð áskorun fyrir tölvuleikjagengið :-). Nemendur afla sér upplýsinga um Tetrisleikinn, prófa að spila hann og útbúa svo leiðbeiningar með það að markmiði að nýta sem flest hugtök í meðfylgjandi orðalista.

 

Samþætting við stærðfræði: Allir spila einn Tetrisleik og skor er skráð upp á töflu. Nemendur vinna með gagnasafnið, skoða hæsta gildi, lægsta gildi, miðgildi og meðaltal auk þess að setja upplýsingarnar fram á myndrænu formi.

 

Tenglar

Bjölluritun

Maríuhænur eru fallegar bjöllur en það er ekki síður fróðlegt að fræðast um þær í þeirra náttúrulega umhverfi. Vissir þú að flestar tegundirnar eru rándýr? Náðu í þennan orðalista og bréfsefni ef þig vantar skemmtilegt ritunarverkefni. Smelltu á bláa PDF linkinn efst á síðunni til að sækja gögnin á prenthæfu formi.

Ítarefni:

Stafrófið frá A-Ö

Hægt er að vinna með stafrófsblöðin á marga mismunandi vegu en gaman er að skoða stafrófið einnig út frá sérhljóðum og samhljóðum. Þá er gott að byrja á því að lita sérhljóðana rauða og samhljóðana græna áður en klippt er. Þá má leika sér að því að skoða sérhljóða og samhljóða enn betur, og lita granna sérhljóða ljósrauða og breiða sérhljóða dökkrauða, einfalda samhljóða ljósgræna (c, ð, h, j, q, v, w, x, z, þ) og þá samhljóða sem geta staðið tveir eins saman (tvöfaldir) dökkgræna (bb, dd, ff, gg, kk, ll, mm, nn, pp, rr, ss, tt).

Í fyrirsögn fyrra verkefnablaðsins stendur að einn bókstafur (ð) geti aldrei staðið fremst í íslensku orði og nemendur lita þann reit gulan til helminga. Á seinna verkefnablaðinu stendur að sama skapi að Íslendingar hafi hætt að nota bókstaf (z) árið 1973 og að þann reit skuli lita bláan til helminga. Þetta er gert svo hægt sé að lita hinn helminginn grænan líkt og aðra samhljóða. Að öðru leyti má vinna með verkefnablaðið á eftirfarandi hátt sem dæmi:

Nemendur klippa verkefnablaðið út frá fyrirmælum, líma í opnu í stílabók og…

  • skrifa orð/setningar/málshætti/orðatiltæki að eigin vali sem byrja á bókstöfum stafrófsins, sjá einnig verkefnaheftið Málshættir í stafrófsröð.
  • finna orð í tímaritum sem byrja á stöfum stafrófsins, klippa þau út og líma undir flipana.
  • skoða stafrófið út frá orðflokkunum og finna sérnöfn, nafnorð, lýsingarorð eða sagnorð í texta sem jafnvel er unnið með í öðrum námsgreinum. Dæmi:
    • sögupersónur í bókum
    • fjöll á landakorti
    • nafnorð/sagnorð/lýsingarorð í yndislestrarbók
  • finna orð á öðrum tungumálum (ensku, dönsku eða móðurmálinu fyrir tvítyngd börn) og skrá undir flipana.

Stafrófsverkefnablaðið má nota í hvaða verkefnum sem er þegar unnið er með texta, orðflokka eða viðfangsefni. Einnig má búa til sérstakt safn í stílabók með orðum sem byrja á og/eða innihalda bókstafinn Z/z, bæði í dag (nöfn) og áður en breytingarnar urðu gerðar árið 1973. Sjá einnig verkefnaheftið Stafrófsbókin.

Áramótaheit

Smelltu á linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak í prentupplausn.

Friðarsúlan í Viðey

Smelltu á linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak í prentupplausn.

Friðarsúlan

Smelltu á linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak í prentupplausn.

Bangsadagurinn

Smelltu á linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak í prentupplausn.

Jóra í Jórukleif

Hver verkefnapakki inniheldur 4 verkefnablöð. Í þjóðsögunni Jóra í Jórukleif er unnið með stafrófið, annars vegar sem dulmálsverkefni og hins vegar leita nemendur að orðum í sögunni og fylla inn í stafrófstöflu. Í þjóðsögunni er meðal annars greint frá því hvernig Öxará á Þingvöllum fékk nafn sitt, og nemendur spreyta sig á heimildaöflun og ritun samantektar um Alþingi Íslendinga. Málfræðin að þessu sinni felst í því að skoða skammstöfun nafnorða, sagnorða og lýsingarorða, og orðflokkagreina nokkur vel valin orð sem og að greina frá merkingu þeirra.

Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.

Námsefnið er unnið í samstarfi við Mitt Ísland sem gefur þjóðsöguspilin út og færir kennurum nú þessa gjöf. Í desember 2017 kom út 32 blaðsína þrauta- og verkefnabók þar sem áherslan er að læra í gegnum afþreyingu. Í námsefninu á síðu Kennarans hefur meiri málfræði verið bætt við hvern pakka sem tengist námsmarkmiðum miðstigs í íslensku.

Hægt er að panta þjóðsöguspilin og þrauta- og verkefnabókina með þjóðsögunum hér.

Stafrófsbókin

Smelltu á linkinn hér fyrir ofan til að sækja Stafrófsbókina.