Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Málshættir í stafrófsröð

Mikla visku að finna í íslenskum málsháttum og hér er lítið hefti sem kjörið er að vinna samhliða öðru efni.

Ekkert sérstakt þema er að þessu sinni heldur koma málshættirnir fyrir í stafrófsröð. Að auki má finna málshætti sem byrja á au, ei og ey.

Verkefni nemenda er að velta meiningu þeirra fyrir sér, myndskreyta málshættina auk þess að safna orðum sem eiga sama upphafsstaf. Hér gefst gott tækifæri til að ræða um stafi sem standa aldrei fremst í íslenskum orðum.

Tilvalið er að nota heftið í heild sinni sem orðasafn samhliða heimalestri, en einnig má vinna með stakar síður t.d. við innlögn stafa og/eða málshátta.

 

Smelltu á SÆKJA HEFTI til að nálgast efnið.

 

Sjá einnig Stafrófsbókina.

Sýnishorn

á
b
d