Ritlist
now browsing by tag
Tímasetning atburða
Ertu að skrifa sögu? Hver er ytri tíminn? En innri tíminn? Er flakkað í tíma? Er eitthvað í sögunni sem gefur lesanda vísbendingar um hvenær hún gerist (klæðnaður, tækni, byggingar, atburðir, frægt fólk,.…)? Hér er listi með 20 mismunandi leiðum til að tímasetja atburði í sögum. Góða skemmtun!
Sjá einnig
Tetrisleidbeiningar
Fyrir einhvern er örugglega auðveldara að spila Tetris en að útskýra leikinn á rituðu formi. Hér er því góð áskorun fyrir tölvuleikjagengið :-). Nemendur afla sér upplýsinga um Tetrisleikinn, prófa að spila hann og útbúa svo leiðbeiningar með það að markmiði að nýta sem flest hugtök í meðfylgjandi orðalista.
Samþætting við stærðfræði: Allir spila einn Tetrisleik og skor er skráð upp á töflu. Nemendur vinna með gagnasafnið, skoða hæsta gildi, lægsta gildi, miðgildi og meðaltal auk þess að setja upplýsingarnar fram á myndrænu formi.
Tenglar
Að byrja sögur
Ætlið þið að skrifa smásögur í vetur? Hér er listi með 20 leiðum til að hefja meistaraverkið. Ekki væri leiðinlegt að fá að sjá afrakstur nemenda á einhverju formi! 🙂 Smelltu á bláa linkinn fyrir ofan myndina til að sækja eintak á PDF formi. Sjá einnig listann Að tímasetja atburði. Góða skemmtun!
Septemberritun
Septemberritunin tengist dýrum í orðatiltækjum og málsháttum. Í mörgum tilvikum er um afbökun að ræða sem gefur áhugasömum kennurum tækifæri til að ræða eiginlega þýðingu þeirra. Ritunarverkefnin má nýta sem stakar hugmyndir eða leggja blaðið fyrir í heild sinni og vinna með allan mánuðinn. Í pakkanum eru einnig 24 mismunandi bréfsefni, eitt fyrir hvert viðfangsefni auk þess sem auð síða er aftast í skjalinu til að fjölfalda fyrir þá sem þurfa fleiri blaðsíður til að skrifa á. Einnig má vinna verkefnin beint í stílabók.
Gaman væri að fá sýnishorn frá nemendum í lok septembermánaðar eða myndir af vinnunni :-).
Orðatiltæki:
- að vera harður í horn að taka
- að renna blint í sjóinn
- að kasta perlum fyrir svín
- að vera maður eða mús
- að vera köttur í bóli bjarnar
- þar liggur fiskurinn undir steininum
- fíllinn í stofunni
- að vera varaskeifa einhvers
- að liggja eins og ormur á gulli
- að vera kanarífuglinn í kolanámunni
- eggið sem kennir hænunni
- að gera úlfalda úr mýflugu
- hér er maðkur í mysunni
- að vera úlfur í sauðagæru
- að sjá við agninu
- að standa á öndinni
- að vera með skottið á milli fótanna
- eitthvað sem kemur upp úr kafinu
- að vera fluga á vegg einhvers staðar
- að skreyta sig með stolnum fjöðrum
- að birtast eins og skrattinn úr sauðaleggnum
- að vera hvorki fugl né fiskur
- að hlaupa af sér hornin
- að vera gullkálfur einhvers
Myndaskrá:
- Clipart by AnimalsClipart.com
- Graphics from Pngtree.com
- Aðrar myndir
- Hreiður: https://www.freepik.com/free-icon/nest_723540.htm
- Fjöður https://toppng.com/photo/4157/simple-feather-silhouette
- Skeifa: https://www.kisspng.com/png-horseshoe-vector-graphics-clip-art-silhouette-hors-5960354/
- Hrútur: https://www.freepik.com/free-icon/aries_717887.htm
- Fuglabúr: https://www.iconfinder.com/icons/431217/animal_bird_cage_fly_keep_pet_icon
- Kanarífugl: https://freestencilgallery.com/canary-silhouette-stencil/
- Ormur: http://getdrawings.com/worm-silhouette
- Fíll: https://www.svgimages.com/jpg/elephant-trunk-up-silhouette.html
- Blóm: http://getdrawings.com/flower-silhouette-free#flower-silhouette-free-7.png
- Ormur: http://getdrawings.com/worm-silhouette
- Kýr: http://www.printableparadise.com/
- Fiskur http://www.clker.com/clipart-fish-silhouette-2.html
- Epli https://www.freepik.com/free-icon/apple-black-silhouette-with-a-leaf_721285.htm
- Caterpillar https://www.flaticon.com/free-icon/caterpillar-worm-shape_47098
- Hundur: http://animalsclipart.com/no-peeing-dog-sign/