Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Septemberritun

[featured_image]
Septemberritun - PDF
Download is available until [expire_date]
  • Version
  • Download 153
  • File Size 3.51 MB
  • File Count 1
  • Create Date 26. ágúst, 2018
  • Last Updated 26. ágúst, 2018

Septemberritun

Septemberritunin tengist dýrum í orðatiltækjum og málsháttum. Í mörgum tilvikum er um afbökun að ræða sem gefur áhugasömum kennurum tækifæri til að ræða eiginlega þýðingu þeirra. Ritunarverkefnin má nýta sem stakar hugmyndir eða leggja blaðið fyrir í heild sinni og vinna með allan mánuðinn. Í pakkanum eru einnig 24 mismunandi bréfsefni, eitt fyrir hvert viðfangsefni auk þess sem auð síða er aftast í skjalinu til að fjölfalda fyrir þá sem þurfa fleiri blaðsíður til að skrifa á. Einnig má vinna verkefnin beint í stílabók.

Gaman væri að fá sýnishorn frá nemendum í lok septembermánaðar eða myndir af vinnunni :-).

Orðatiltæki:

  • að vera harður í horn að taka
  • að renna blint í sjóinn
  • að kasta perlum fyrir svín
  • að vera maður eða mús
  • að vera köttur í bóli bjarnar
  • þar liggur fiskurinn undir steininum
  • fíllinn í stofunni
  • að vera varaskeifa einhvers
  • að liggja eins og ormur á gulli
  • að vera kanarífuglinn í kolanámunni
  • eggið sem kennir hænunni
  • að gera úlfalda úr mýflugu
  • hér er maðkur í mysunni
  • að vera úlfur í sauðagæru
  • að sjá við agninu
  • að standa á öndinni
  • að vera með skottið á milli fótanna
  • eitthvað sem kemur upp úr kafinu
  • að vera fluga á vegg einhvers staðar
  • að skreyta sig með stolnum fjöðrum
  • að birtast eins og skrattinn úr sauðaleggnum
  • að vera hvorki fugl né fiskur
  • að hlaupa af sér hornin
  • að vera gullkálfur einhvers

Myndaskrá:

 

 

Comments are Closed