Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

PacManritun

now browsing by tag

 
 

Skriftarskífa

Efni og áhöld: Skæri, ritföng og föndursplitti.

PacManritun er skemmtilegt verkefni sem reynir svolítið á föndurfingur um leið og nemandi gefur sköpunargáfunni lausan tauminn. Áður en ritun PacMansögunnar hefst útbúa nemendur skriftarskífu með gula gæjanum og svara nokkrum spurningum um hann, sjá leiðbeiningar á verkefnablöðum. Svörin nota þeir svo sem beinagrind í sögugerðinni. Hver er þessi PacMan? Hverjir eru bestu vinir hans? Hvernig eru fjölskylduhagir hans? Af hverju er hann svona óður í ávexti? Gott er að ljósrita skífurnar á stífari pappír en um að gera að leyfa nemendum að myndskreyta PacMan að vild.

Sjá einnig: