Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Nafnorð

now browsing by tag

 
 

Líffærin

Mottumars

Smelltu á linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak í prentupplausn.

Lagarfljótsormurinn

Hver verkefnapakki inniheldur 4 verkefnablöð. Í þjóðsögunni um Lagarfljótsorminn er að finna orðasúpu, hlustunarverkefni, stafrófsverkefni og málfræðiverkefni þar sem lögð er áhersla á nafnorð (kyn, fallbeygingu, et/ft og greini). Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.

Námsefnið er unnið í samstarfi við Mitt Ísland sem gefur þjóðsöguspilin út og færir kennurum nú þessa gjöf. Í desember 2017 kom út 32 blaðsína þrauta- og verkefnabók þar sem áherslan er að læra í gegnum afþreyingu. Í námsefninu á síðu Kennarans hefur meiri málfræði verið bætt við hvern pakka sem tengist námsmarkmiðum miðstigs í íslensku.

Hægt er að panta þjóðsöguspilin og þrauta- og verkefnabókina með þjóðsögunum hér.

Krummasaga

Hver verkefnapakki inniheldur 4 verkefnablöð. Í þjóðsögunni Krummasaga er unnið með fuglaheiti og fallbeygingu, lesskilning, samheiti og bókmenntahugtökin persónur, umhverfi, atburðir og endir eru skoðuð með sögukorti.

Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.

Námsefnið er unnið í samstarfi við Mitt Ísland sem gefur þjóðsöguspilin út og færir kennurum nú þessa gjöf. Í desember 2017 kom út 32 blaðsína þrauta- og verkefnabók þar sem áherslan er að læra í gegnum afþreyingu. Í námsefninu á síðu Kennarans hefur meiri málfræði verið bætt við hvern pakka sem tengist námsmarkmiðum miðstigs í íslensku.

Hægt er að panta þjóðsöguspilin og þrauta- og verkefnabókina með þjóðsögunum hér.

Nafnorð – skólastofan

Nemendur lyfta flipunum og skrifa niður fleirtölumynd nafnorðanna í stílabókina. Hægt er að skrifa eingöngu orðin sjálf, eða nota tækifærið fyrir þá sem eru lengra komnir og skrifa setningar sem innihalda fleirtölumyndirnar. Eru þetta sérnöfn eða samnöfn? Hvernig þekkjum við sérnöfn og samnöfn í sundur? Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af verkefninu.

Nafnorð – kyn

Nemendur lyfta flipunum og skrifa niður nafnorð í því kyni sem stendur á þeim. Hér er gott tækifæri til að leggja inn muninn á sérnöfnum og samnöfnum. Eru til sérnöfn í hvorugkyni? Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af verkefninu.