Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Minnisverkefni

now browsing by tag

 
 

Dýrakrúsin

Dýrakrúsin er nokkurs konar minnisritun þar sem kennari ljósritar krukkurnar beggja vegna á blað. Nemendur fá svo ákveðinn langan tíma til að leggja dýrin í krukkunni á minnið. Svo snúa þeir blaðinu við og skrifa það sem þeir muna á línurnar. Í kjölfarið má vinna á fjölbreyttan hátt með verkefnablaðið, dæmi:

  • Raða dýraheitunum í stafrófsröð.
  • Bæta ákveðnum greini við dýraheitin.
  • Fallbeygja dýraheitin í eintölu og fleirtölu.
  • Velja sér dýr til að skrifa stutta sögu um.
  • Velja sér dýr til að gera hugtakakort um.
  • Finna upplýsingar um hvað kvendýr, karldýr og afkvæmi eru kölluð.

Lausn:

Páfagaukur, hestur, kýr, kanína, hákarl, snigill, skjaldbaka, mörgæs, kisa, selur, strútur, íkorni, hundur, ljón, gíraffi, fiðrildi, krabbi, hani, svín og krókódíll.

Myndir:

Dýramyndirnar í verkefninu eru fengnar á vefnum Freepik.com, sjá dýrapakki 1 og dýrapakki 2