Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

marsmánuður

now browsing by tag

 
 

Marspakki – 4 verkefnablöð

Þriðji mánuður ársins er mars. Hjá Rómverjum byrjaði árið í marsmánuði. Þá var vor í lofti og hentugur tími til að hefja stríðsrekstur. Þess vegna dregur mánuðurinn heitið sitt af samnefndum herguði. Í mars lýkur góu með góuþræl og einmánuður byrjar samkvæmt gamla tímatalinu. Einmánuður var eini mánuðurinn sem var eftir af vetri og líklega er gamla heitið komið þaðan. Margir merkisdagar eru í mars og má nefna Gvendardag 16. mars, góuþræl, alþjóðadag ljóðsins 21. mars og lestrardaga til heiðurs skáldunum Dr. Seuss 2. mars og J.R.R. Tolkien þann 25. mars. Ekki má gleyma samfélagsverkefninu Mottumars, átakinu gegn krabbameini í körlum.

Screen Shot 2016-02-28 at 11.30.52