Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

mars

now browsing by tag

 
 

Afmælisveggur

Efnið samanstendur af 12 skjölum með mánaðarheitunum. Nöfn nemenda eru skráð á réttan mánuð, og skjölin plöstuð og hengd upp í skólastofunni. Hægt er að setja texta í PDF skjalið með verkfærinu PDFescape áður en prentað er. Með pakkanum fylgir einnig stakt A4 blað með öllum mánuðunum sem gott er að stinga inn í skipulagsbókina. Myndirnar eru fengnar af síðunni silhouettesfree.com

afmaeilisveggur2afmaeilisveggur3afmaeilisveggur4afmaeilisveggur5afmaeilisveggur6afmaeilisveggur7afmaeilisveggur8afmaeilisveggur9afmaeilisveggur10afmaeilisveggur11afmaeilisveggur12afmaeilisveggur13afmaeilisveggur14afmaeilisveggur15

Marspakki – 4 verkefnablöð

Þriðji mánuður ársins er mars. Hjá Rómverjum byrjaði árið í marsmánuði. Þá var vor í lofti og hentugur tími til að hefja stríðsrekstur. Þess vegna dregur mánuðurinn heitið sitt af samnefndum herguði. Í mars lýkur góu með góuþræl og einmánuður byrjar samkvæmt gamla tímatalinu. Einmánuður var eini mánuðurinn sem var eftir af vetri og líklega er gamla heitið komið þaðan. Margir merkisdagar eru í mars og má nefna Gvendardag 16. mars, góuþræl, alþjóðadag ljóðsins 21. mars og lestrardaga til heiðurs skáldunum Dr. Seuss 2. mars og J.R.R. Tolkien þann 25. mars. Ekki má gleyma samfélagsverkefninu Mottumars, átakinu gegn krabbameini í körlum.

Screen Shot 2016-02-28 at 11.30.52

Marsflögg í svarthvítu

Screen Shot 2016-02-28 at 11.25.18

Marsflögg í lit

Screen Shot 2016-02-28 at 11.50.38