kennsla
now browsing by tag
Flakkarinn – Páskar 2016
Smelltu á linkinn hér fyrir ofan til að sækja páskablað Flakkarans.
Myndaskrá:
Páskaegg: http://www.clipartpanda.com/categories/easter-egg-clipart
Marspakki – 4 verkefnablöð
Þriðji mánuður ársins er mars. Hjá Rómverjum byrjaði árið í marsmánuði. Þá var vor í lofti og hentugur tími til að hefja stríðsrekstur. Þess vegna dregur mánuðurinn heitið sitt af samnefndum herguði. Í mars lýkur góu með góuþræl og einmánuður byrjar samkvæmt gamla tímatalinu. Einmánuður var eini mánuðurinn sem var eftir af vetri og líklega er gamla heitið komið þaðan. Margir merkisdagar eru í mars og má nefna Gvendardag 16. mars, góuþræl, alþjóðadag ljóðsins 21. mars og lestrardaga til heiðurs skáldunum Dr. Seuss 2. mars og J.R.R. Tolkien þann 25. mars. Ekki má gleyma samfélagsverkefninu Mottumars, átakinu gegn krabbameini í körlum.
Marslestur í svarthvítu
Þá er marsmánuður runninn upp og vorið á næsta leiti. Mars er skemmtilegur fyrir margar sakir en ekki síst vegna þeirra lestrartengdu merkisdaga sem einkenna hann. Sem dæmi er 2. mars fæðingardagur barnabókarithöfundarins Dr. Seuss og haldinn honum til heiðurs, 21. mars er alþjóðlegur dagur ljóðsins og 25. mars er tileinkaður J.R.R. Tolkien. Pakkinn að þessu sinni inniheldur meðal annars sendibréf til sögupersónu, orðakubb, hraðapróf og orðatiltæki tengdum bókum og lestri. Lestrarheftið er í boði Merkilega klúbbsins sem starfræktur er af Frímerkjasölu Póstins. Merkilegi klúbburinn er mjög áhugaverður félagsskapur barna sem vilja safna, fræðast og skipta á frímerkjum. Leynist frímerkjasafnari í þínum bekk?
Marslestur í lit
Þá er marsmánuður runninn upp og vorið á næsta leiti. Mars er skemmtilegur fyrir margar sakir en ekki síst vegna þeirra lestrartengdu merkisdaga sem einkenna hann. Sem dæmi er 2. mars fæðingardagur barnabókarithöfundarins Dr. Seuss og haldinn honum til heiðurs, 21. mars er alþjóðlegur dagur ljóðsins og 25. mars er tileinkaður J.R.R. Tolkien. Pakkinn að þessu sinni inniheldur meðal annars sendibréf til sögupersónu, orðakubb, hraðapróf og orðatiltæki tengdum bókum og lestri. Lestrarheftið er í boði Merkilega klúbbsins sem starfræktur er af Frímerkjasölu Póstins. Merkilegi klúbburinn er mjög áhugaverður félagsskapur barna sem vilja safna, fræðast og skipta á frímerkjum. Leynist frímerkjasafnari í þínum bekk?