kenna
now browsing by tag
Marslestur í svarthvítu
Þá er marsmánuður runninn upp og vorið á næsta leiti. Mars er skemmtilegur fyrir margar sakir en ekki síst vegna þeirra lestrartengdu merkisdaga sem einkenna hann. Sem dæmi er 2. mars fæðingardagur barnabókarithöfundarins Dr. Seuss og haldinn honum til heiðurs, 21. mars er alþjóðlegur dagur ljóðsins og 25. mars er tileinkaður J.R.R. Tolkien. Pakkinn að þessu sinni inniheldur meðal annars sendibréf til sögupersónu, orðakubb, hraðapróf og orðatiltæki tengdum bókum og lestri. Lestrarheftið er í boði Merkilega klúbbsins sem starfræktur er af Frímerkjasölu Póstins. Merkilegi klúbburinn er mjög áhugaverður félagsskapur barna sem vilja safna, fræðast og skipta á frímerkjum. Leynist frímerkjasafnari í þínum bekk?
Marslestur í lit
Þá er marsmánuður runninn upp og vorið á næsta leiti. Mars er skemmtilegur fyrir margar sakir en ekki síst vegna þeirra lestrartengdu merkisdaga sem einkenna hann. Sem dæmi er 2. mars fæðingardagur barnabókarithöfundarins Dr. Seuss og haldinn honum til heiðurs, 21. mars er alþjóðlegur dagur ljóðsins og 25. mars er tileinkaður J.R.R. Tolkien. Pakkinn að þessu sinni inniheldur meðal annars sendibréf til sögupersónu, orðakubb, hraðapróf og orðatiltæki tengdum bókum og lestri. Lestrarheftið er í boði Merkilega klúbbsins sem starfræktur er af Frímerkjasölu Póstins. Merkilegi klúbburinn er mjög áhugaverður félagsskapur barna sem vilja safna, fræðast og skipta á frímerkjum. Leynist frímerkjasafnari í þínum bekk?
Febrúarlestur – í svarthvítu
Febrúar er á margan hátt skemmtilegur mánuður og mikið um að vera. Daginn fer að lengja en þó enn kósí að leggjast undir teppi með góða bók í rökkrinu. Það er gaman að geta þess að fyrsti laugardagur í febrúar ár hvert er hinn alþjóðlegi „farðu með barnið þitt á bókasafnið“ dagurinn. Lestrarheftið tengist því svolítið en þar má finna skemmtilegt verkefni um bókaflokka auk þess sem heftið inniheldur sögutening, 100 algeng orð, sögupersónarýni og verkefni um samsett orð. Það er SAFT sem styrkir útgáfuna að þessu sinni, en SAFT er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi. Á heimasíðu þeirra má finna margvísleg heilræði og leiðbeiningar til foreldra og skólastarfsmanna.
Febrúarlestur – Í lit PDF
Febrúar er á margan hátt skemmtilegur mánuður og mikið um að vera. Daginn fer að lengja en þó enn kósí að leggjast undir teppi með góða bók í rökkrinu. Það er gaman að geta þess að fyrsti laugardagur í febrúar ár hvert er hinn alþjóðlegi „farðu með barnið þitt á bókasafnið“ dagurinn. Lestrarheftið tengist því svolítið en þar má finna skemmtilegt verkefni um bókaflokka auk þess sem heftið inniheldur sögutening, 100 algeng orð, sögupersónarýni og verkefni um samsett orð. Það er SAFT sem styrkir útgáfuna að þessu sinni, en SAFT er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi. Á heimasíðu þeirra má finna margvísleg heilræði og leiðbeiningar til foreldra og skólastarfsmanna.
Janúarlestur – í svarthvítu
Það er ekki leiðinlegt að hefja nýtt ár með hressilegu lestrarátaki og í janúarheftinu gefur að líta nýja áskorun þar sem nemendur eru meðal annars hvattir til að lesa smásagnasafn, uppáhalds barnabók foreldris og sögu sem gerist í framtíðinni. Auk þess má finna orðflokkapúsl, söguramma, fleirtölusúpu og verkefni tengt persónulýsingum. Janúarheftið er í boði Myndmáls, en fyrirtækið gefur út myndrænt orðasafn fyrir leikskóla- og grunnskólabörn til að læra íslensku með myndum, hljóði og texta. Myndmál nýtist einnig vel sem kennsluumhverfi fyrir fólk af erlendum uppruna, börn með þroskahamlanir og einstaklinga með einhverfu. Í boði er frír prufuaðgangur að 4 flokkum en orðasafnið í heild inniheldur yfir 1300 mismunandi myndir og hljóð.
Janúarlestur – í lit
Það er ekki leiðinlegt að hefja nýtt ár með hressilegu lestrarátaki og í janúarheftinu gefur að líta nýja áskorun þar sem nemendur eru meðal annars hvattir til að lesa smásagnasafn, uppáhalds barnabók foreldris og sögu sem gerist í framtíðinni. Auk þess má finna orðflokkapúsl, söguramma, fleirtölusúpu og verkefni tengt persónulýsingum. Janúarheftið er í boði Myndmáls, en fyrirtækið gefur út myndrænt orðasafn fyrir leikskóla- og grunnskólabörn til að læra íslensku með myndum, hljóði og texta. Myndmál nýtist einnig vel sem kennsluumhverfi fyrir fólk af erlendum uppruna, börn með þroskahamlanir og einstaklinga með einhverfu. Í boði er frír prufuaðgangur að 4 flokkum en orðasafnið í heild inniheldur yfir 1300 mismunandi myndir og hljóð.