Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Dagatalsverkefni

now browsing by tag

 
 

Maíflögg í lit

mai_banner

Maípakki – fjögur verkefnablöð

Maí er fimmti mánuður ársins og sá sem hefur stysta nafnið. Maí telur 31 dag og fær nafn sitt frá rómversku gyðjunni Maiu en hún var gyðja frjósemi. Í maí lifnar allt við, sauðburður hefst oft í fyrri hluta maí og fuglar skríða úr eggjum. Mánaðarsteinn maí er smaragður, en hann er sagður vera tákn ástar og velgengni. Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins er haldinn hátíðlegur með skrúðgöngum og ræðum 1. maí. Mæðradagurinn er haldinn til heiðurs mæðrum og óeigingjörnum störfum þeirra. Mæðradagurinn er annan sunnudaginn í maí. Alþjóðadagur farfuglanna er 10. maí ár hvert. Hvaða fuglar eru það?

mai

Nóvembermiðar fyrir forsíðu

Með Almanaksbókinni fylgir forsíða fyrir verkefnapakkana og hægt að velja um fjóra liti: gula, vínrauða, ljósgræna og ljósblá. Jafnframt fylgir svarthvítt eintak í pakkanum. Forsíðu má sækja HÉR.

Á forsíðu Almanaksbókarinnar eru reitir, einn fyrir hvern mánuð. Í hvert sinn sem nemandi lýkur við mánaðarpakka fær hann miða til að klippa út og líma yfir viðkomandi reit á forsíðunni. Á hverri örk eru 28 miðar, þá er hægt að nota á margvíslegan annan máta:

  • Útbúa samstæðuspil með öllum mánuðunum
  • Nemendur draga sig saman í hópa
  • Veiðimann
  • Umbun

novembermidar_minni