Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Bjölludómínó

now browsing by tag

 
 

Bjölludómínó

Bjölludómínó samanstendur af 4 skjölum. Smelltu á linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.

Bjölludómínó

Hægt er að lita Dómínóbjöllurnar að eigin vali og spila eins og hefðbundið Dómínó. Einnig er hægt að prenta skjalið út á mismunandi litaðan pappír. Bjöllurnar eru klipptar út og límdar á gosflöskutappa.

Plúsbjöllur

Tilvalið er að plasta skjalið og margnota. Nemandi dregur tvær tappabjöllur og leggur þær sitt hvoru megin við plúsmerkið. Fyrst þarf að telja punktana á hvorri bjöllu áður en heildarpunktarnir á baki þeirra eru lagðir saman. Nemendur skrá svörin með glærupenna eða nota tölustafina sem finna má í pakkanum Tappastærðfræði.

Mínusbjöllur

Sama aðferð og með plúsbjöllurnar en nemandi þarf þó að gæta þess að raða mínusbjöllunum rétt svo minni talan dragist frá þeirri stærri. Hér gefst gott tækifæri til að ræða hvað gerist ef stærri talan er dregin frá þeirri minni, setja dæmi upp og læra að taka til láns.

Margföldunarbjöllur

Unnið er með margföldunarbjöllurnar á sama hátt og plús- og mínusbjöllurnar. Með yngri nemendum, sem ekki hafa lært margföldun, er tilvalið að leysa dæmin með vasareikni eða saman á töflu.