almanaksbókin
now browsing by tag
Októbermiðar fyrir forsíðu
Með Almanaksbókinni fylgir forsíða fyrir verkefnapakkana og hægt að velja um fjóra liti: gula, vínrauða, ljósgræna og ljósblá. Jafnframt fylgir svarthvítt eintak í pakkanum. Forsíðu má sækja HÉR.
Á forsíðu Almanaksbókarinnar eru reitir, einn fyrir hvern mánuð. Í hvert sinn sem nemandi lýkur við mánaðarpakka fær hann miða til að klippa út og líma yfir viðkomandi reit á forsíðunni. Á hverri örk eru 28 miðar, þá er hægt að nota á margvíslegan annan máta:
- Útbúa samstæðuspil með öllum mánuðunum
- Nemendur draga sig saman í hópa
- Veiðimann
- Umbun
Aprílpakki – 4 verkefnablöð
Apríl er fjórði mánuður ársins og nú fara blóm að springa út. Nafnið á rætur sínar að rekja til latneska orðsins aperire sem þýðir að opnast. Á grísku þýðir apríl mánuður Afródítu, en Afródíta var grísk gyðja ástar og fegurðar. Apríl er fyrsti mánuður ársins til að bera 30 daga og páskarnir eru ýmist haldnir hátíðlega í mars eða apríl. Apríl byrjar á skemmtilegum degi en hefð er að gabba einhvern og láta viðkomandi hlaupa fyrsta apríl! Dagur barnabókarinnar er 2. apríl, sem er afmælisdagur H.C. Andersen og alþjóðadagur bókarinnar er 23. apríl. Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtudag í apríl. Misjafnt er hvaða dag en þó er hann alltaf á bilinu 19. – 25. apríl. Svo má ekki gleyma pálmasunnudegi, skírdegi, föstudeginum langa og páskadegi sem tilheyra páskahátíðinni.
Nóvemberflögg í lit
Smelltu á linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af nóvemberflöggum í lit.
Nóvemberflögg í svarthvítu
Smelltu á linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af nóvemberflöggum í svarthvítu.
Almanaksbókin – Nóvemberpakki
Nóvember er ellefti mánuður ársins en í latnesku tímatali hefst árið í mars og novem því latneska heitið á tölustafnum níu. Nóvember er fjórði og síðasti mánuður ársins sem inniheldur 30 daga. Margir merkisdagar eru í nóvember en þeir sem tengjast helst skólastarfinu eru dagur gegn einelti, 8. nóvember, alþjóðadagur kærleikans, 13. nóvember, og dagur íslenskrar tungu, 16. nóvember.