Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Að vinna með peninga

now browsing by tag

 
 

Klinkið

Nemendur klippa verkefnablaðið út og upp í punktalínurnar. Lím er borið aftan á kjölinn, svæðið með málshættinum, og borðann með fyrirsögninni (límda svæðið minnir á bókstafinn L á hvolfi). Verkefnablaðið er límt í reikningsbók eða stílabók þannig að myndist opnanlegir flipar. Nemendur skrá upphæðirnar með tölustöfum í reitina, opna flipana og búa til orðadæmi sem inniheldur peningaupphæðirnar.

Einnig má setja verkefnið upp sem sparnað og orðadæmin sem innlegg inn á bankabók. En leggur maður krónur inn á bankabók? Er klink peningur? Af hverju er þetta kallað klink? Af hverju er gott að spara? Hægt er að vinna samhliða með málshættina Safnast þegar saman kemur og Græddur er geymdur eyrir ;-).

Sparnaður

Markmiðið er að leggja saman tugi og hundruð sem hlaupa á tölunni 5. Nemendur geta unnið verkefnið einir eða spilað tveir og tveir saman saman. Hver nemandi þarf bréfaklemmu til að leysa verkefnið sem felst í því að tylla henni í gegnum blýantsodd á miðju skífunnar og þeyta í hringi. Talan úr fyrri snúningnum, vinstri skífunni, er skráð í dálk #1 og talan úr seinni snúningnum, hægri skífunni, er skráð í dálk #2. Svo er lagt saman í huganum. Ef nemendur spila tveir og tveir er hægt að keppast um það hver fær hærra heildarstig og hefur þannig sparað meira fyrir grísinn.