Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Óvættaför

now browsing by tag

 
 

Bréfsefni – Elddrekinn Fernó

Smelltu á linkinn Bréfsefni – Elddrekinn Fernó í dálknum hér fyrir ofan til að nálgast prentvæna PDF útgáfu af skjalinu.

Bókamerki – Elddrekinn Fernó

Smelltu á linkinn Bókamerki – Elddrekinn Fernó í dálknum hér fyrir ofan til að nálgast prentvæna PDF útgáfu af skjalinu.

Óvættaför – lykilorð og skorkort

Smelltu á linkinn Óvættaför – lykilorð og skorkort í dálknum hér fyrir ofan til að nálgast prentvæna PDF útgáfu af skjalinu.

Óvættaför – forsíða

Smelltu á linkinn Óvættaför – forsíða seríu 1 í dálknum hér fyrir ofan til að nálgast prentvæna PDF útgáfu af skjalinu.

Óvættaför – undirbúningsgögn

Óvættaför

Fyrsta serían um ævintýrið Óvættaför samanstendur af 6 bókum. Bækurnar heita Elddrekinn Fernó, Sæslangan Sepron, Bergrisinn Arkta, Kentárinn Tagus, Hrímþursinn Nanúk og Eldfuglinn Epos. Aðalpersónan er Tom og fylgst er með baráttu hans við óvætti Avantíu.

Verkefnapakkar

Á sama tíma og Tom tekst á við hverja áskorun á fætur annarri í leiðangri sínum eru verkefnapakkarnir hugsaðir sem námsleiðangur. Með hverri bók fylgja 4 verkefnablöð og samtals eru 24 verkefnablöð í fyrstu seríu. Með efninu fylgir jafnframt forsíða fyrir safnmöppur, auk þess sem bókamerki og bréfsefni fylgja hverjum pakka. Námsmarkmiðin eru tíunduð hjá hverju efni fyrir sig.

Lykilorð og aukastig

Samhliða því að leysa þrautir á verkefnablöðunum sjálfum þurfa nemendur að finna lykilorð en vísbendingar um þau eru neðst á hverju verkefnablaði. Lykilorðin skrá þau á sérstakt lykilorðablað og ef rétt er unnið mynda þau 4 orða setningu. Á sama blað eru aukastig skráð, en tilgangur þeirra er að hvetja nemendur til vandvirkni og samþætta efnið við stærðfræðihugtök auk þess sem kennurum gefst tækifæri til að nýta þau í annars konar umbun á eigin vegum.

Viðurkenningarskjal

Nemendur sem klára verkefnapakka við seríu 1 hafa unnið sér inn Riddaragráðu 1. Viðurkenningarskjalið kemur með lokapakkanum 15. nóvember 2016.

Birting á vef

Efnið er frítt til útprentunar og frjálst að fjölfalda það að vild. Útgáfudagar námsefnispakka eru eftirfarandi:

 

 

 

Eldfuglinn Epos

„Illviljaður töframaður hefur náð tangarhaldi á verndarvættum Avantíu og vill leggja landið í auðn. Mest hætta er talin stafa af eldfuglinum Eposi. Tekst Tom að leysa hann úr álögum og bjarga Avantíu?“ (IÐNÚ ÚTGÁFA: ÓVÆTTAFÖR 6)

 

Hrímþursinn Nanúk

„Verndarvættir Avantíu eru á valdi töframannsins illa. Tom heldur til ískaldra óbyggðanna í norðri í leit að hrímþursinum nanúk. Tekst honum að þreyja af í kulda og snjó og frelsa vættinn?“ (IÐNÚ ÚTGÁFA: ÓVÆTTAFÖR 5)

Smelltu á linkinn hér fyrir ofan til að sækja námsefnið.

 

Kentárinn Tagus

„AVANTÍa þarfnast hetju. Verndarvættirnir, sem áður héldu hlífiskildi yfir landi og þjóð, eru á valdi töframannsins illa. Kentárinn Tagus ógnar öllu lífi á sléttunum. Tekst Tom að yfirbuga hann?“ (IÐNÚ ÚTGÁFA: ÓVÆTTAFÖR 4)

 

Bergrisinn Arkta

„Tom verður að leysa verndarvætti Avantíu úr illum álögum. Tom heldur af stað til móts við bergrisann Arkta, vopnaður sverði og skildi. Tekst Tom að bjarga ríkinu frá algjörri eyðileggingu?“ (IÐNÚ ÚTGÁFA: ÓVÆTTAFÖR 3)

Sæslangan Sepron

saeslangan_sepron saeslangan_sepron2 saeslangan_sepron3 saeslangan_sepron4

„Avantíu stafar ógn af verndarvættum ríkisins, sem galdramaður hefur lagt á ill álög. Til að bjarga ríkinu og íbúum þess verður Tom að berjast við sjávarskrímslið Sepron upp á von og óvon!“ (IÐNÚ, ÚTGÁFA: ÓVÆTTAFÖR 2)

2. pakki (verkefni 5 – 8) – efnistök/markmið

Verkefni 5: Samsett orð og ritun

Í ævintýrinu um sæslönguna koma fyrir mörg samsett orð. Í fyrsta námsefnispakka þurfa nemendur að greiða úr smá flækju og para orð úr sögunni saman. Þau rita orðin jafnframt niður. Lykilorðavinna þessa þrautapakka felst í því að kynnast ýmsum hugtökum varðandi bókina sjálfa og fyrstu orðin eru blaðsíða, textalína og orð.

Ef nemendur finna fleiri samsett orð í sögunni og skrá í stílabók geta þeir unnið sér inn aukastig.

Verkefni 6: Nafnorð, eintala og fleirtala

Nemendur fletta bókinni og leita að 10 nafnorðum og rita í reiti fyrir ofan orðasúpu. Eintölumynd orðanna fer í dálka en fleirtölumyndir eru ritaðar í orðasúpuna. Nemendur ráða hvernig þeir raða orðum inn og fylla loks upp í súpuna. Hér er skemmtilegt tækifæri til að ljósrita afrakstur bekkjarins og búa til safn af ólíkum nafnorðasúpum úr bókinni. Í lykilorðinu er lögð áhersla á hugtakið greinaskil og aukastig fást með því að skrifa setningar sem innihalda orðin í orðasúpunni. Fullt hús stiga fæst með því byrja setningar á stórum staf og enda á punkti.

Verkefni 7: Tvöfaldir samhljóðar, ritun og leikur

Nú ráða teningar kasti! Nemendur þurfa 2 slíka hver til að klára þraut 7 og markmiðið er að finna orð í sögunni sem innihalda tvöfalda samhljóða. Orðin rita þau á réttan stað í töflunni. Dæmi: Fái nemandi 2 og 5 er valið hvaða reikniaðgerð skal nota.

5 – 2 = 3: Nemandi finnur orð í bókinni sem inniheldur –ff orð

5 + 2 = 7: Nemandi finnur orð í bókinni sem inniheldur –mm orð

5 x 2 = 10: Nemandi finnur orð í bókinni sem inniheldur –rr orð

5 / 2 = ?: Gengur þessi reikniaðgerð upp miðað við forsendur? Umræður.

Hvert kast gefur rétt á einu orði og tilvalið að nota tímatakmörk (t.d. 2-3 mínútur) til að finna orðið í bókinni. Þá geta 2 og 2 spilað saman og tekið tímann til skiptis. Ef ekki finnst orð innan tímaramma má setja x yfir reitinn eða segja pass. Athygli er vakin á því að engin orð finnast í textanum sem innihalda –ff nema samsetta orðið hafflötur. Eins eru eingöngu 2 orð sem innihalda –bb (pabbi bls. 43 og krabba bls. 74). Lykilorð þessa verkefnis leggur áherslu á málsgrein og raðtöluorð og aukastigin tengjast tímatöku þar sem hvert orð gefur 5 stig á fyrstu 30 mínútur leiksins.

8. Hugarkort, bókmenntahugtök upprifjun og ritun

Nemendur rifja upp ævintýrið um Sepron og fylla inn í hugarkort. Skrá þarf upphaf, atburði, endi, aðalspersónur, aukapersónur og sögusvið. Lykilorðið leggur áherslu á hugtökin blaðsíða og textalína, og aukastig fást með því að margfalda 2 teninga saman.

 

Lykilorð 2. pakka: Hetjan Tom frelsar ófreskjuna.