Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

íslenska

now browsing by tag

 
 

Stimpilkort

Verður heimanám í vetur? Vantar sniðugt talningakerfi fyrir stimpla, gatara eða límmiða? Viltu hefja skólastarfið á 10 daga lestrarspretti? Stimpilkortið er fyrir íslensku og stærðfræði og má nýta á margvíslegan máta í skólastarfinu.

Uglubókamerki svarthvítt

Prentaðu bókamerkin út og klipptu upp eftir punktalínunni. Uglubókamerkin er tilvalið að prenta á þykkari pappír, eða þynnri pappír og plasta. Smelltu á bláa PDF linkinn hér fyrir ofan til að sækja þau í svarthvítu. Til að nálgast útgáfu í lit má smella HÉR.

Uglubókamerki

Prentaðu bókamerkin út og klipptu upp eftir punktalínunni. Uglubókamerkin er tilvalið að prenta á þykkari pappír, eða þynnri pappír og plasta. Smelltu á bláa PDF linkinn hér fyrir ofan til að sækja þau í lit. Til að nálgast svarthvíta útgáfu má smella HÉR.

Sérnöfn – dýranöfn

Nemendur fletta flipunum upp og skrifa niður þau nöfn sem þeir þekkja og/eða finnst passa á viðkomandi dýrategund. Þannig má sem dæmi hugsa sér nafnið Sámur á hund og Dimma á tík. Tilvalið er að skoða meðal annars vefinn um íslensku húsdýrin við lausn verkefnisins. Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af verkefninu.

Aukaverkefni: Hvaða heita afkvæmi dýrategundanna?

 

Blái hnötturinn – miðstig

Námsefnið er samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Kennarans.is. Efnið er byggt á leiksýningunni Blái hnötturinn en einnig má vinna með það samhliða bókinni Sagan af bláa hnettinum. Smelltu á linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF skjal með námshefti fyrir miðstig.

 

Blái hnötturinn – yngsta stig

Námsefnið er samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Kennarans.is. Efnið er byggt á leiksýningunni Blái hnötturinn en einnig má vinna með það samhliða bókinni Sagan af bláa hnettinum. Smelltu á linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF skjal með námshefti fyrir yngsta stig.

 

blai_hnotturinn_yngstastig