Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Stigbreyting lýsingarorða

now browsing by tag

 
 

Bakkabræður

Hver verkefnapakki inniheldur 4 verkefnablöð. Í þjóðsögunni um Bakkabræður er að finna teikniþraut, nafnorðasúpu, lesskilningsverkefni þar sem áhersla er á að byrja svar á stórum staf og enda á punkti, og lýsingarorðaverkefni (frumstig, miðstig og efsta stig).

Í nafnorðasúpunni er gert ráð fyrir því að nemendur hlusti vel á textann (eða lesi hann), finni svo 10 nafnorð til að skrifa á listann áður en þeir finna þeim stað í orðasúpunni. Að lokum fylla þeir tóma reiti með stöfum stafrófsins. Tilvalið er að láta nemendur spreyta sig á orðasúpum hvers annars.

Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.

Námsefnið er unnið í samstarfi við Mitt Ísland sem gefur þjóðsöguspilin út og færir kennurum nú þessa gjöf. Í desember 2017 kom út 32 blaðsína þrauta- og verkefnabók þar sem áherslan er að læra í gegnum afþreyingu. Í námsefninu á síðu Kennarans hefur meiri málfræði verið bætt við hvern pakka sem tengist námsmarkmiðum miðstigs í íslensku.

Hægt er að panta þjóðsöguspilin og þrauta- og verkefnabókina með þjóðsögunum hér.

Kirkjubæjarklaustur

Hver verkefnapakki inniheldur 4 verkefnablöð. Í þjóðsögunni Kirkjubæjarklaustur er unnið með orð í orði, krossorðaglímu og lýsingarorð þar sem nemendur þurfa að finna orð í textanum og stigbreyta í réttu kyni.

Hugtakið málsgrein kemur fyrir í verkefnaheftinu en því er gjarnan ruglað saman við hugtakið setning. Málsgrein hefst á stórum staf og endar á punkti, hún getur innihaldið eina eða fleiri setningar sem eru þá tengdar saman með samtengingum eða kommum. Setning er aftur orðasamband sem inniheldur aðeins eina sögn.

Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.

Námsefnið er unnið í samstarfi við Mitt Ísland sem gefur þjóðsöguspilin út og færir kennurum nú þessa gjöf. Í desember 2017 kom út 32 blaðsína þrauta- og verkefnabók þar sem áherslan er að læra í gegnum afþreyingu. Í námsefninu á síðu Kennarans hefur meiri málfræði verið bætt við hvern pakka sem tengist námsmarkmiðum miðstigs í íslensku.

Hægt er að panta þjóðsöguspilin og þrauta- og verkefnabókina með þjóðsögunum hér.