Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Spilastokkur

now browsing by tag

 
 

Guð hjálpi þér

Hver verkefnapakki inniheldur 4 verkefnablöð. Í þjóðsögunni Guð hjálpi þér! er að finna orðakubb, rímorðatöflu (rímorð, fjöldi bókstafa og fjöldi sérhljóða), samsett orð og orðskýringar þar sem áhersla er á útskýra orð með dæmum, byrja svar á stórum staf og enda á punkti.

Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.

Námsefnið er unnið í samstarfi við Mitt Ísland sem gefur þjóðsöguspilin út og færir kennurum nú þessa gjöf. Í desember 2017 kom út 32 blaðsína þrauta- og verkefnabók þar sem áherslan er að læra í gegnum afþreyingu. Í námsefninu á síðu Kennarans hefur meiri málfræði verið bætt við hvern pakka sem tengist námsmarkmiðum miðstigs í íslensku.

Hægt er að panta þjóðsöguspilin og þrauta- og verkefnabókina með þjóðsögunum hér.

Búkolla

Hver verkefnapakki inniheldur 4 verkefnablöð. Í þjóðsögunni um Búkollu er að finna völundarhús, teikniverkefni, hlustunarverkefni og málfræðiverkefni þar sem lögð er áhersla á sagnorð (nútíð, þátíð og nafnhátt).

Í hlustunarverkefninu (bls. 4) hlýða nemendur á lag og texta Ladda um Búkollu og bera niðurlagið við endi þjóðsögunnar. Flutning á laginu má finna hér. Texta lagsins má finna hér.

Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.

Námsefnið er unnið í samstarfi við Mitt Ísland sem gefur þjóðsöguspilin út og færir kennurum nú þessa gjöf. Í desember 2017 kom út 32 blaðsína þrauta- og verkefnabók þar sem áherslan er að læra í gegnum afþreyingu. Í námsefninu á síðu Kennarans hefur meiri málfræði verið bætt við hvern pakka sem tengist námsmarkmiðum miðstigs í íslensku.

Hægt er að panta þjóðsöguspilin og þrauta- og verkefnabókina með þjóðsögunum hér.

Rauðhöfði

Hver verkefnapakki inniheldur 4 verkefnablöð. Í þjóðsögunni Rauðhöfði er komið víða við í landafræðinni og því sérstök áhersla lögð á sérnöfn og örnefni. Einnig er unnið með stafrófið og hugtakaskilning. Tilvalið er að nýta fimmta þjóðsögupakkann samhliða kortavinnu, hvort heldur sem er með bókum eða gagnvirku efni á Netinu. Í því tilliti má benda á Kortasjá Landmælinga Íslands og Örnefnasjá Alta en báðir vefir eru geysilega flottir og aðgengilegir.

Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.

Námsefnið er unnið í samstarfi við Mitt Ísland sem gefur þjóðsöguspilin út og færir kennurum nú þessa gjöf. Í desember 2017 kom út 32 blaðsína þrauta- og verkefnabók þar sem áherslan er að læra í gegnum afþreyingu. Í námsefninu á síðu Kennarans hefur meiri málfræði verið bætt við hvern pakka sem tengist námsmarkmiðum miðstigs í íslensku.

Hægt er að panta þjóðsöguspilin og þrauta- og verkefnabókina með þjóðsögunum hér.

Krummasaga

Hver verkefnapakki inniheldur 4 verkefnablöð. Í þjóðsögunni Krummasaga er unnið með fuglaheiti og fallbeygingu, lesskilning, samheiti og bókmenntahugtökin persónur, umhverfi, atburðir og endir eru skoðuð með sögukorti.

Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.

Námsefnið er unnið í samstarfi við Mitt Ísland sem gefur þjóðsöguspilin út og færir kennurum nú þessa gjöf. Í desember 2017 kom út 32 blaðsína þrauta- og verkefnabók þar sem áherslan er að læra í gegnum afþreyingu. Í námsefninu á síðu Kennarans hefur meiri málfræði verið bætt við hvern pakka sem tengist námsmarkmiðum miðstigs í íslensku.

Hægt er að panta þjóðsöguspilin og þrauta- og verkefnabókina með þjóðsögunum hér.

Kirkjubæjarklaustur

Hver verkefnapakki inniheldur 4 verkefnablöð. Í þjóðsögunni Kirkjubæjarklaustur er unnið með orð í orði, krossorðaglímu og lýsingarorð þar sem nemendur þurfa að finna orð í textanum og stigbreyta í réttu kyni.

Hugtakið málsgrein kemur fyrir í verkefnaheftinu en því er gjarnan ruglað saman við hugtakið setning. Málsgrein hefst á stórum staf og endar á punkti, hún getur innihaldið eina eða fleiri setningar sem eru þá tengdar saman með samtengingum eða kommum. Setning er aftur orðasamband sem inniheldur aðeins eina sögn.

Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.

Námsefnið er unnið í samstarfi við Mitt Ísland sem gefur þjóðsöguspilin út og færir kennurum nú þessa gjöf. Í desember 2017 kom út 32 blaðsína þrauta- og verkefnabók þar sem áherslan er að læra í gegnum afþreyingu. Í námsefninu á síðu Kennarans hefur meiri málfræði verið bætt við hvern pakka sem tengist námsmarkmiðum miðstigs í íslensku.

Hægt er að panta þjóðsöguspilin og þrauta- og verkefnabókina með þjóðsögunum hér.

Gilitrutt

Hver verkefnapakki inniheldur 4 verkefnablöð. Í þjóðsögunni Gilitrutt er unnið með stafrófið af kvenmannsnöfnum (sérnöfnum) sem tilvalið er að fallbeygja einnig í stílabók. Nemendur reyna sig við minni útgáfur af krossorðaglímum þar sem skráð eru orð í sögunni sem ýmist byrja eða enda á bókstöfum í nafninu Gilitrutt. Ef þarf má leita fanga víðar við lausn verkefnisins, t.d. í fleiri þjóðsögutexta á heimasíðu samstarfsaðila. Sérhljóðar og samhljóðar eru skoðaðir og hér þurfa nemendur einnig að rýna í textann í leit að orðum. Sömu sögu er að segja í síðasta verkefninu þar sem unnið er með textann í leit að tvöföldum samhljóðum (bb, dd, ff, gg, kk, ll, mm, nn, pp, rr, ss og tt).

Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.

Námsefnið er unnið í samstarfi við Mitt Ísland sem gefur þjóðsöguspilin út og færir kennurum nú þessa gjöf. Í desember 2017 kom út 32 blaðsína þrauta- og verkefnabók þar sem áherslan er að læra í gegnum afþreyingu. Í námsefninu á síðu Kennarans hefur meiri málfræði verið bætt við hvern pakka sem tengist námsmarkmiðum miðstigs í íslensku.

Hægt er að panta þjóðsöguspilin og þrauta- og verkefnabókina með þjóðsögunum hér.

Jóra í Jórukleif

Hver verkefnapakki inniheldur 4 verkefnablöð. Í þjóðsögunni Jóra í Jórukleif er unnið með stafrófið, annars vegar sem dulmálsverkefni og hins vegar leita nemendur að orðum í sögunni og fylla inn í stafrófstöflu. Í þjóðsögunni er meðal annars greint frá því hvernig Öxará á Þingvöllum fékk nafn sitt, og nemendur spreyta sig á heimildaöflun og ritun samantektar um Alþingi Íslendinga. Málfræðin að þessu sinni felst í því að skoða skammstöfun nafnorða, sagnorða og lýsingarorða, og orðflokkagreina nokkur vel valin orð sem og að greina frá merkingu þeirra.

Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.

Námsefnið er unnið í samstarfi við Mitt Ísland sem gefur þjóðsöguspilin út og færir kennurum nú þessa gjöf. Í desember 2017 kom út 32 blaðsína þrauta- og verkefnabók þar sem áherslan er að læra í gegnum afþreyingu. Í námsefninu á síðu Kennarans hefur meiri málfræði verið bætt við hvern pakka sem tengist námsmarkmiðum miðstigs í íslensku.

Hægt er að panta þjóðsöguspilin og þrauta- og verkefnabókina með þjóðsögunum hér.

Krossgötur

Hver verkefnapakki inniheldur 4 verkefnablöð. Í þjóðsögunni Krossgötur er unnið með lesskilning þar sem nemendur finna orð sem vantar í texta og setja á réttan stað í krossgátu. Einnig er unnið með orðaforða og ritun þar sem nemendur hlusta eftir þriggja, fjögurra og fimm stafa orðum í upplestrinum og skrá niður. Málfræðin að þessu sinni felst annars vegar í því að þekkja á milli breiðra og grannra sérhljóða (y/ý) og hins vegar að kynnast tvíhljóðinu ey. Þá finna nemendur og skrá niður 5 orð (í texta að eigin vali) sem byrja á y, ý og ey.

Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.

Námsefnið er unnið í samstarfi við Mitt Ísland sem gefur þjóðsöguspilin út og færir kennurum nú þessa gjöf. Í desember 2017 kom út 32 blaðsína þrauta- og verkefnabók þar sem áherslan er að læra í gegnum afþreyingu. Í námsefninu á síðu Kennarans hefur meiri málfræði verið bætt við hvern pakka sem tengist námsmarkmiðum miðstigs í íslensku.

Hægt er að panta þjóðsöguspilin og þrauta- og verkefnabókina með þjóðsögunum hér.

Uppruni Mývatns

Hver verkefnapakki inniheldur 4 verkefnablöð. Í þjóðsögunni Mývatn er unnið með dulmálslykil þar sem nemendur finna rétt svar með því að lesa úr hnitakerfi. Einnig er unnið með hlustun og skráningu þar sem nemendur velja 12 orð úr sögunni af handahófi, orðflokkagreina þau og raða í stafrófsröð. Þá leita nemendur upplýsinga um 10 stærstu stöðuvötn Íslands og rýna í bækling Umhverfsisstofnunar um Mývatn og Laxá, í leit að týndum orðum. Nauðsynlegt er að prenta þann bækling út og fjölfalda fyrir nemendur. Á síðasta verkefnablaðinu gefst jafnframt gott tækifæri til að vinna ennfrekar með hugtökin í verkefninu og útbúa orðskýringar við þau í stílabók.

Lausn dulmálslykilsins á verkefnablaði 1: Þjóðsagan fjallar um það hvernig Mývatn á Norðurlandi varð til. Hvað finnst þér um þessa skýringu?

Týnd orð sem koma ekki fyrir í bæklingi á verkefnablaði 4: Kúluskítur, leirböð, ofauðgun, kísilgúr og náttúruperla.

 

Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.

Námsefnið er unnið í samstarfi við Mitt Ísland sem gefur þjóðsöguspilin út og færir kennurum nú þessa gjöf. Í desember 2017 kom út 32 blaðsína þrauta- og verkefnabók þar sem áherslan er að læra í gegnum afþreyingu. Í námsefninu á síðu Kennarans hefur meiri málfræði verið bætt við hvern pakka sem tengist námsmarkmiðum miðstigs í íslensku.

Hægt er að panta þjóðsöguspilin og þrauta- og verkefnabókina með þjóðsögunum hér.