Skrafl
now browsing by tag
Tappaskrafl
Tappaskraflið samanstendur af 3 skjölum. Smelltu á linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.
Skraflhnappar
Klipptu hnappana út og límdu á gosflöskutappa. Kjörið er að aðgreina Tappaskraflið frá hinu hefðbundna Skrafli með því að semja nýjar spilareglur. Sem dæmi er hægt að útbúa heilt stafasett fyrir hvern leikmann sem hann fær í hendurnar áður en byrjað er. Í stað þess að draga reglulega stafi líkt og gert er í venjulegu Skrafli þyrfti leikmaðurinn að skipuleggja leik sinn strax í upphafi út frá öllum stöfum stafrófsins.
Skraflborð
Leikborðið er mun minna og nokkuð frábrugðið hinu upprunalega Skraflborði. Að öðru leyti gildir sama grunnhugmyndin að stig orða margfaldast þegar leikmaður hylur númeraða reiti. Nemendur hafa eflaust gaman af því að fá að lita Skraflborðið og setja sinn svip á það.
Skorkort
Gert er ráð fyrir að hver leikmaður fái 10 skipti til að skora sem flest stig. Stigin eru skráð á skorkortið og tekin saman í lokin. Engin refsistig eru fyrir stafi sem leikmaður nær ekki að losa sig við. Að öðru leyti ákveða leikmenn hvort það að sitja hjá (passa) teljist sem leikur eða ekki, og hvort krossað sé yfir reit á skorkortinu í þeim tilvikum.