Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Sagnorð

now browsing by tag

 
 

Eldhúsorðasúpa

Eldhússagnorð

Að tala

Smelltu á bláa PDF linkinn fyrir ofan myndina til að sækja verkefnið í prentvænni útgáfu.

Búkolla

Hver verkefnapakki inniheldur 4 verkefnablöð. Í þjóðsögunni um Búkollu er að finna völundarhús, teikniverkefni, hlustunarverkefni og málfræðiverkefni þar sem lögð er áhersla á sagnorð (nútíð, þátíð og nafnhátt).

Í hlustunarverkefninu (bls. 4) hlýða nemendur á lag og texta Ladda um Búkollu og bera niðurlagið við endi þjóðsögunnar. Flutning á laginu má finna hér. Texta lagsins má finna hér.

Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.

Námsefnið er unnið í samstarfi við Mitt Ísland sem gefur þjóðsöguspilin út og færir kennurum nú þessa gjöf. Í desember 2017 kom út 32 blaðsína þrauta- og verkefnabók þar sem áherslan er að læra í gegnum afþreyingu. Í námsefninu á síðu Kennarans hefur meiri málfræði verið bætt við hvern pakka sem tengist námsmarkmiðum miðstigs í íslensku.

Hægt er að panta þjóðsöguspilin og þrauta- og verkefnabókina með þjóðsögunum hér.

Sagnorð – dýrahljóðin

Nemendur lyfta flipunum og skrifa sagnorð sem lýsa hljóðum dýranna. Hægt er að skrifa eingöngu sagnorðin sjálf eða nota tækifærið fyrir þá sem eru lengra komnir og skrifa heilar setningar. Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af verkefninu.

Lausn: svínið hrín, kýrin baular, haninn galar, björninn rymur, mávurinn gargar, krumminn krunkar, hundurinn geltir, þrösturinn syngur, kisan mjálmar, músin tístir, kindin jarmar, fíllinn öskrar, býflugan suðar, froskurinn kvakar, dúfan kurrar, asninn hrín, selurinn gólar, úlfurinn spangólar, álftin kvakar og ljónið öskrar.

Aukaverkefni 1: Strika undir greininn í nafnorðunum með svörtum trélit.

Aukaverkefni 2: Lita reiti með karlkynsnafnorðum græna, reiti með kvenkynsnafnorðum appelsínugula og reiti með hvorugkynsnafnorðum gula.

Aukaverkefni 3: Gefa dýrunum nafn og skrá sérnöfnin á innanverða flipana.

Sagnorð – nafnháttur

Nemendur lyfta flipunum og skrifa sagnorð í nafnhætti sem tengjast starfi viðkomandi stétta. Dæmi: Hvað er kokkur að gera? – Að elda. Hægt er að skrifa eingöngu sagnorðin sjálf ásamt nafnháttarmerkinu, eða nota tækifærið fyrir þá sem eru lengra komnir og skrifa heilar setningar. Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af verkefninu.

Sérnöfn – dýranöfn

Nemendur fletta flipunum upp og skrifa niður þau nöfn sem þeir þekkja og/eða finnst passa á viðkomandi dýrategund. Þannig má sem dæmi hugsa sér nafnið Sámur á hund og Dimma á tík. Tilvalið er að skoða meðal annars vefinn um íslensku húsdýrin við lausn verkefnisins. Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af verkefninu.

Aukaverkefni: Hvaða heita afkvæmi dýrategundanna?