október
now browsing by tag
Októbermiðar fyrir forsíðu
Með Almanaksbókinni fylgir forsíða fyrir verkefnapakkana og hægt að velja um fjóra liti: gula, vínrauða, ljósgræna og ljósblá. Jafnframt fylgir svarthvítt eintak í pakkanum. Forsíðu má sækja HÉR.
Á forsíðu Almanaksbókarinnar eru reitir, einn fyrir hvern mánuð. Í hvert sinn sem nemandi lýkur við mánaðarpakka fær hann miða til að klippa út og líma yfir viðkomandi reit á forsíðunni. Á hverri örk eru 28 miðar, þá er hægt að nota á margvíslegan annan máta:
- Útbúa samstæðuspil með öllum mánuðunum
- Nemendur draga sig saman í hópa
- Veiðimann
- Umbun
Októberflögg í svarthvítu
Smelltu á linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af októberflöggunum.
Októberlestur í svarthvítu
Í októberlestrarheftinu má finna fasta liði eins og bókadóm, 31 daga lestrarátak og orðasafn sem að þessu sinni tengist sagnorðum. Að auki fylgja 2 hurðarhengi til að plasta og nota á herbergishurðina, lestraráskorun #1 og bókaflipi þar sem nemendur leysa verkefni í stílabók. Októberheftið er styrkt af Eddu útgáfu, sjá lesskilningsverkefni Disney bókanna.
Smelltu á linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af skjalinu.
Októberlestur í lit
Í októberlestrarheftinu má finna fasta liði eins og bókadóm, 31 daga lestrarátak og orðasafn sem að þessu sinni tengist sagnorðum. Að auki fylgja 2 hurðarhengi til að plasta og nota á herbergishurðina, lestraráskorun #1 og bókaflipi þar sem nemendur leysa verkefni í stílabók. Októberheftið er styrkt af Eddu útgáfu, sjá lesskilningsverkefni Disney bókanna.
Smelltu á linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af skjalinu.