Nóttin helga
now browsing by tag
15. desember – Nóttin helga
Nóttin helga
Nóttin helga fjallar um þátt systkinanna Tyrsu og Elís í að útvega Jósef og Maríu húsaskjól kvöldið sem Jesú fæðist. Faðir þeirra, gistihúsaeigandinn, hafði úthýst þeim vegna nísku og það þótti börnunum miður. Þau vísuðu verðandi foreldrum í fjárhús föður þeirra og aðstoðuðu þau sem mest þau máttu að undirbúa koma barnsins. Nóttin helga er falleg saga um góðverk og hjálpsemi, og hentar öllum aldurshópum.
Smelltu hér til að hlusta á söguna.
Í meðfylgjandi PDF skjali eru fjögur verkefni: Úrdráttur og teikning, orðasúpa, réttritunarkönnun (Orð til upplestrar: Nóttin, stjarnan, heimurinn, þúsund, spámenn, leysa, skrásetja, hellir, fátækir, bjarmi, vitringur, gripahús, jata, orðrómur, börnin, laun, hunangskaka, gistihús, hálmur og frelsari.) og völundarhús. Verkefnin er hægt að sjá hér fyrir neðan en til að nálgast PDF eintak í hæfilegri prentupplausn þarf að velja skjalið 15. desember – Nóttin helga PDF.
Myndaskrá:
Jesúbarnið í fjárhúsinu: coloringarena.com