Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Litla stúlkan með eldspýturnar

now browsing by tag

 
 

5. desember – Litla stúlkan með eldspýturnar

Litla stúlkan með eldspýturnar

Sagan um litlu stúlkuna með eldspýturnar eftir H.C. Andersen fjallar um sorgleg örlög fátækrar stúlku sem verður úti á gamlárskvöldi. Köld og svöng kúrir hún í húshorni og þorir ekki heim þar sem hún hefur ekki náð að selja eldspýturnar. Hún kveikir á einni og einni til að ylja sér uns amma hennar birtist skyndilega. Sagan á erindi við alla aldurshópa og þar sem 5. desember 2015 ber upp á laugardag er tilvalið að senda verkefnablöð heim í töskupósti og hvetja heimilin til samstarfs.

Smelltu hér til að hlusta á söguna.

Í meðfylgjandi PDF skjali eru fjögur verkefni: Efnisspurningar, orðasúpa, sögukort og krossorðaglíma. Verkefnin er hægt að sjá hér fyrir neðan en til að nálgast PDF eintak í hæfilegri prentupplausn þarf að velja skjalið 5. desember – Litla stúlkan með eldspýturnar PDF.

Myndaskrá:

Litla stúlkan með eldspýturnar: http://orig09.deviantart.net

litla_stulkan_eldspyturnar_Artboard 1 litla_stulkan_eldspyturnar_Artboard 2 litla_stulkan_eldspyturnar_Artboard 3 litla_stulkan_eldspyturnar_Artboard 4