kennarinn.is
now browsing by tag
17. desember – Sönn jólagleði
Sönn jólagleði
Aðfangadagskvöld er framundan og ung kona þarf að velja á milli þess að hjálpa vinkonu sinni og langveiku barni hennar eða fara á jólaskemmtun. Hún velur hið fyrrnefnda og sér ekki eftir því. Stutt saga með fallegum boðskap sem hentar fyrir alla aldurshópa.
Smelltu hér til að hlusta á söguna.
Í meðfylgjandi PDF skjali eru fjögur verkefni: Boðskortið, persónusköpun, völundarhús og hugtakakort. Verkefnin er hægt að sjá hér fyrir neðan en til að nálgast PDF eintak í hæfilegri prentupplausn þarf að velja skjalið 17. desember – Sönn jólagleði PDF.
Myndaskrá:
- Jólaklukkur: 2.bp.blogspot.com
- Jólafugl: christmastnatal.xyz
- Jólakerti: www.picgifs.com
- Snjókorn: clker.com
- Kirkja: sweetclipart.com
- Hús: s-media-cacheak0.pinimg.com
- Jólatré: christmasidea.xyz
16. desember – Tréklossar Úlfars litla
Tréklossar Úlfars litla
Úlfar litli er munaðarlaus og býr hjá frænku sinni. Sú er ekki að dekra við hann og fer beinlínis illa með hann. Úlfar gengur í skóla með börnum frá efnameiri fjölskyldum en bæði samnemendur hans og kennarinn leggja hann í einelti. Samt sem áður er Úlfar góðhjartaður drengur og má ekkert aumt sjá, fyrir það uppsker hann á endanum. Þessi saga er fyrir alla aldurshópa.
Smelltu hér til að hlusta á söguna.
Í meðfylgjandi PDF skjali eru fjögur verkefni: Stafsetning/orðflokkagreining/stafrófsröð, óútfyllt orðasúpa, skrafl og teikniverkefni. Verkefnin er hægt að sjá hér fyrir neðan en til að nálgast PDF eintak í hæfilegri prentupplausn þarf að velja skjalið 16. desember – Tréklossar Úlfars litla PDF.
Myndaskrá:
Mistilteinn: images.clipartpanda.com
15. desember – Nóttin helga
Nóttin helga
Nóttin helga fjallar um þátt systkinanna Tyrsu og Elís í að útvega Jósef og Maríu húsaskjól kvöldið sem Jesú fæðist. Faðir þeirra, gistihúsaeigandinn, hafði úthýst þeim vegna nísku og það þótti börnunum miður. Þau vísuðu verðandi foreldrum í fjárhús föður þeirra og aðstoðuðu þau sem mest þau máttu að undirbúa koma barnsins. Nóttin helga er falleg saga um góðverk og hjálpsemi, og hentar öllum aldurshópum.
Smelltu hér til að hlusta á söguna.
Í meðfylgjandi PDF skjali eru fjögur verkefni: Úrdráttur og teikning, orðasúpa, réttritunarkönnun (Orð til upplestrar: Nóttin, stjarnan, heimurinn, þúsund, spámenn, leysa, skrásetja, hellir, fátækir, bjarmi, vitringur, gripahús, jata, orðrómur, börnin, laun, hunangskaka, gistihús, hálmur og frelsari.) og völundarhús. Verkefnin er hægt að sjá hér fyrir neðan en til að nálgast PDF eintak í hæfilegri prentupplausn þarf að velja skjalið 15. desember – Nóttin helga PDF.
Myndaskrá:
Jesúbarnið í fjárhúsinu: coloringarena.com
14. desember – Myndirnar
Myndirnar
Sagan Myndirnar fjallar um góðverk á jólunum. Fátæka konu langar í jólamyndir til að sýna börnum sínum en er of fátæk til að kaupa þær. Sögumaður verður vitni að því og ákveður að gera góðverk fyrir jólin. Hann færir fátæku konunni myndirnar og annan glaðning á aðfangadag. Sagan er um 13 mínútur að lengd og hentar vel fyrir alla aldurshópa.
Smelltu hér til að hlusta á söguna.
Í meðfylgjandi PDF skjali eru fjögur verkefni: Skýringarmyndir, súluritið, KVL kortið (nemendur klippa upp í kortið eftir punktalínunum, útbúa þannig flettiflipa og setja lím undir reitinn með textanum Sagan um Jesúbarnið. Loks er KVL kortið límt í stílabók fyllt út.) og hugtakakort. Verkefnin er hægt að sjá hér fyrir neðan en til að nálgast PDF eintak í hæfilegri prentupplausn þarf að velja skjalið 14. desember – Myndirnar PDF.
Myndaskrá:
- Kerti: icons.iconarchive.com
- Jesúbarnið, verkefni 2: colorwithfuzzy.com
- Kaffibolli: clipartist.net
- Sykurmolar: d30y9cdsu7xlg0.cloudfront.net
- Aurar: images.clipartpanda.com
- Jólakaka: chelsea.co.nz
- Bréfaklemma: icons.iconarchive.com
- Jesúbarnið, verkefni 3: coloring.thecolor.com
- Jesúbarnið í fjárhúsinu: coloringarena.com