Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Júnípakki

now browsing by tag

 
 

Júnípakki – fjögur verkefnablöð

Júní er sjötti mánuður ársins og nefndur í höfuðið á Juno, eiginkonu rómverska guðsins Júpíters. Hann var guð skýja og þruma en einnig æðstur rómversku guðanna og réð yfir lögum og reglum. Júní er mikill hátíðamánuður enda sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur fyrsta sunnudaginn í júní, íslenski þjóðhátíðardagurinn er 17. júní, á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar og afmæli Hr. Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands er 26. júní. Hvítasunnuhelgina ber líka upp á júní á nokkurra ára fresti. En allir þessir dagar eru fánadagar sem þýðir að draga skuli íslenska fánann að hún.