Jóra í Jórukleif
now browsing by tag
Jóra í Jórukleif
Hver verkefnapakki inniheldur 4 verkefnablöð. Í þjóðsögunni Jóra í Jórukleif er unnið með stafrófið, annars vegar sem dulmálsverkefni og hins vegar leita nemendur að orðum í sögunni og fylla inn í stafrófstöflu. Í þjóðsögunni er meðal annars greint frá því hvernig Öxará á Þingvöllum fékk nafn sitt, og nemendur spreyta sig á heimildaöflun og ritun samantektar um Alþingi Íslendinga. Málfræðin að þessu sinni felst í því að skoða skammstöfun nafnorða, sagnorða og lýsingarorða, og orðflokkagreina nokkur vel valin orð sem og að greina frá merkingu þeirra.
Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.
Námsefnið er unnið í samstarfi við Mitt Ísland sem gefur þjóðsöguspilin út og færir kennurum nú þessa gjöf. Í desember 2017 kom út 32 blaðsína þrauta- og verkefnabók þar sem áherslan er að læra í gegnum afþreyingu. Í námsefninu á síðu Kennarans hefur meiri málfræði verið bætt við hvern pakka sem tengist námsmarkmiðum miðstigs í íslensku.
Hægt er að panta þjóðsöguspilin og þrauta- og verkefnabókina með þjóðsögunum hér.