Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

fuglaheiti

now browsing by tag

 
 

Krummasaga

Hver verkefnapakki inniheldur 4 verkefnablöð. Í þjóðsögunni Krummasaga er unnið með fuglaheiti og fallbeygingu, lesskilning, samheiti og bókmenntahugtökin persónur, umhverfi, atburðir og endir eru skoðuð með sögukorti.

Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.

Námsefnið er unnið í samstarfi við Mitt Ísland sem gefur þjóðsöguspilin út og færir kennurum nú þessa gjöf. Í desember 2017 kom út 32 blaðsína þrauta- og verkefnabók þar sem áherslan er að læra í gegnum afþreyingu. Í námsefninu á síðu Kennarans hefur meiri málfræði verið bætt við hvern pakka sem tengist námsmarkmiðum miðstigs í íslensku.

Hægt er að panta þjóðsöguspilin og þrauta- og verkefnabókina með þjóðsögunum hér.

4 stafa fuglar – skriftarrenningar

Skriftarrenningar eru þematengd orðasöfn sem innihalda meðal annars nafnorð, sagnorð, lýsingarorð, skammstafanir, samsett orð og fleira. Skriftarrenningarnir eru hugsaðir sem ítarefni og fylgja flestum námsefnispökkum Kennarans auk þess sem nálgast má óútfylltan renninga sem börn fylla sjálf inn í. Skriftarrenninga með fuglaheitunum má nota til að vinna með eintölu og fleirtölu, sóknarskrift, greini og fallbeygingu. Fleiri kennsluhugmyndir má nálgast hér.

4stafafuglar_skriftarrenningar-01 4stafafuglar_skriftarrenningar-02

4 stafa fuglar, orðasúpur

ordasupa_fuglaverkefni-01 ordasupa_fuglaverkefni-02