Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Eyjar við Ísland

now browsing by tag

 
 

Galdramennirnir í Vestmannaeyjum

Hver verkefnapakki inniheldur 4 verkefnablöð. Í þjóðsögunni Galdramennirnir í Vestmannaeyjum er unnið með lesskilning í formi samtengingaverkefnis og eyðufyllingar, landafræði og sérnöfn.

Vestmannaeyjar koma við sögu í þjóðsögunni en eyjaklasinn samanstendur af 15 eyjum, nemendur finna þær og skrá niður auk þess að finna staðsetningu 8 annarra eyja við Ísland. Hugtakið eyþjóð kemur fyrir í verkefnaheftinu og hér gefst gott tækifæri til að ræða muninn á meginlandi og eyju.

Málfræðihlutinn að þessu sinni snýr að sérnöfnum en nemendur gefa galdramönnunum 18 viðeigandi nöfn og svara nokkrum spurningum tengdum orðflokkinum. Nánar um sérnöfn.

Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.

Námsefnið er unnið í samstarfi við Mitt Ísland sem gefur þjóðsöguspilin út og færir kennurum nú þessa gjöf. Í desember 2017 kom út 32 blaðsína þrauta- og verkefnabók þar sem áherslan er að læra í gegnum afþreyingu. Í námsefninu á síðu Kennarans hefur meiri málfræði verið bætt við hvern pakka sem tengist námsmarkmiðum miðstigs í íslensku.

Hægt er að panta þjóðsöguspilin og þrauta- og verkefnabókina með þjóðsögunum hér.