Kennarinn.is

Einn fyrir alla…

Djákninn á Myrká

now browsing by tag

 
 

Djákninn frá Myrká

Hver verkefnapakki inniheldur 4 verkefnablöð. Í þjóðsögunni Djákninn á Myrká eru hugtökin sögusvið og söguþráður skoðuð í fyrsta verkefninu þar sem nemendur vinna með krossorðaglímu. Þá er unnið með sérnöfn sem fyrir koma í sögunni, þeim raðað í stafrófsröð og leitað svara við því hvað það er sem nefnt er saltarinn í þjóðsögunni.

Djákninn á Myrká lést af slysförum áður en hann kynntist betur konunni sem hann hreifst af. Hefði hann haldið dagbók sem afturganga, hvernig hefði síðasta færslan litið út? Nemendur setja sig í spor djáknans í ritunarverkefni og að lokum safna þeir nafnorðum, sagnorðum og lýsingarorðum í krukkur áður en útbúnar eru setningar sem innihalda eitt orð úr hverjum flokki.

Smelltu á bláa linkinn hér fyrir ofan til að sækja PDF eintak af efninu.

Fyrir áhugasama má nálgast íslenska teiknimynd með þjóðsögunni hér. Hún var framleidd af fyrirtækinu Græna gáttinn árið 1993. Einn má hlusta á flutning Mannakorna á laginu Garún, Garún.

Námsefnið er unnið í samstarfi við Mitt Ísland sem gefur þjóðsöguspilin út og færir kennurum nú þessa gjöf. Í desember 2017 kom út 32 blaðsína þrauta- og verkefnabók þar sem áherslan er að læra í gegnum afþreyingu. Í námsefninu á síðu Kennarans hefur meiri málfræði verið bætt við hvern pakka sem tengist námsmarkmiðum miðstigs í íslensku.

Hægt er að panta þjóðsöguspilin og þrauta- og verkefnabókina með þjóðsögunum hér.