dagatal
now browsing by tag
Almanaksbókin – Desemberpakki
Desember er tólfti mánuður ársins en í latnesku tímatali hefst árið í mars og decem því latneska heitið á tölustafnum 10. Nú hefst aðventan og beðið er komu jólanna. Áður fyrr miðaðist aldur fólks við hversu margar jólanætur það hafði lifað. Á þessum tímamótum hugsa margir til baka, yfir árið sem er að líða. Sumir strengja jafnvel heit um að verða betri útgáfa af sjálfum sér á nýju ári. Merkisdagar í desember eru fullveldisdagurinn 1. desember, Þorláksmessudagur 23. desember, aðfangadagur 24. desember, jóladagur 25. desember og gamlársdagur 31. desember. Gleðilega aðventu!
Dagatal 2018-19
Það er alltaf gott að hafa dagatal við höndina. Ef skóladagatalið er komið út er þjóðráð að setja eintak af því í skipulagsbókina.
Tengt efni:
Júnímiðar fyrir forsíðu
Með Almanaksbókinni fylgir forsíða fyrir verkefnapakkana og hægt að velja um fjóra liti: gula, vínrauða, ljósgræna og ljósblá. Jafnframt fylgir svarthvítt eintak í pakkanum. Forsíðu má sækja HÉR.
Á forsíðu Almanaksbókarinnar eru reitir, einn fyrir hvern mánuð. Í hvert sinn sem nemandi lýkur við mánaðarpakka fær hann miða til að klippa út og líma yfir viðkomandi reit á forsíðunni. Á hverri örk eru 28 miðar, þá er hægt að nota á margvíslegan annan máta:
- Útbúa samstæðuspil með öllum mánuðunum
- Nemendur draga sig saman í hópa
- Veiðimann
- Umbun
Júnípakki – fjögur verkefnablöð
Júní er sjötti mánuður ársins og nefndur í höfuðið á Juno, eiginkonu rómverska guðsins Júpíters. Hann var guð skýja og þruma en einnig æðstur rómversku guðanna og réð yfir lögum og reglum. Júní er mikill hátíðamánuður enda sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur fyrsta sunnudaginn í júní, íslenski þjóðhátíðardagurinn er 17. júní, á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar og afmæli Hr. Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands er 26. júní. Hvítasunnuhelgina ber líka upp á júní á nokkurra ára fresti. En allir þessir dagar eru fánadagar sem þýðir að draga skuli íslenska fánann að hún.
Maímiðar fyrir forsíðu
Með Almanaksbókinni fylgir forsíða fyrir verkefnapakkana og hægt að velja um fjóra liti: gula, vínrauða, ljósgræna og ljósblá. Jafnframt fylgir svarthvítt eintak í pakkanum. Forsíðu má sækja HÉR.
Á forsíðu Almanaksbókarinnar eru reitir, einn fyrir hvern mánuð. Í hvert sinn sem nemandi lýkur við mánaðarpakka fær hann miða til að klippa út og líma yfir viðkomandi reit á forsíðunni. Á hverri örk eru 28 miðar, þá er hægt að nota á margvíslegan annan máta:
- Útbúa samstæðuspil með öllum mánuðunum
- Nemendur draga sig saman í hópa
- Veiðimann
- Umbun